Árlega ljósmyndaferð okkar til VIETNAM 2020 verður frábær ævintýraferð, ferðalag þar sem þú munt kynnast áhugaverðu og fallegu fólki, borða frábæran mat og upplifa aðra menningu. Auk þess að skemmta sér í hópi fólks sem hefur sama áhugasvið og þú.
Í litlum hópi ljósmyndara með 2 frábærum ljósmyndaleiðsögumönnum. Leiðsögn á íslensku og ensku og ferðast er þvert um Vietnam á 15 dögum. Ferðalagið hefst í Hanoi og lýkur í SaiGon/Ho Chi Minh City.
Dagsetningarnar í ár eru 27. ágúst – 10. september 2020 og ferðin er sérhönnuð til að vera maka- og vinavæn fyrir þá sem vilja taka sinn nánasta með. Ferðin er “All Inclusive sem þýðir að innifalið er fullt fæði og gisting skv. ferðaplani.
Ferðin telst auðveld, en ekki er farið í neina lengri göngur/fjallgöngur og við ferðumst utan heitasta tímans. Engar forkröfur eða skilyrði eru gerðar til þátttakenda um ljósmyndahæfni og hentar ferðin því öllum.
Í ljósmyndaferð En route til Vietnam leiðist engum – hér er myndband sem segir allt sem segja þarf.
Comment (0)