frá Kr. 0
Bóka núna

Kanada, vetrarferð í Klettafjöll

Not Rated
Created with Sketch.

Lengd ferðar

9 Dagar, 8 nætur

Created with Sketch.

Tegund ferðar

Alferð

Created with Sketch.

Stærð hóps

8 manns

Created with Sketch.

Tungumál

enska, franska, íslenska

Yfirlit

Þessi ferð verður mjög líklega aftur á dagskrá hjá fljótlega. Endanlegar dagsetningar og verð auglýst síðar.

Í Kanada eru Klettafjöllin þekkt fjallasvæði, í daglegu tali kallað “The Canadian Rockies” svæðið er óbyggt og gróft og skemmtilegt yfirferðar allt árið um kring. Hins vegar er vetrar ljósmyndun þar einstök. Klettafjöllin bjóða upp á einstakt tækifæri til að mynda á svæðum sem eru ófær á öðrum árstímum.  Komdu með okkur í vetrarferð til að mynda frosna fossa, ísfyllt gil og til að ganga á frosnum vötnum með frosnum metan gasbólum. Sums staðar munum við einnig mynda ófrosin en spegilslétt vötn. Þessar sérstöku aðstæður gefa okkur færi á að mynda speglun fallegra fjalla við sólarupprás og sólsetur. Ferðast er á nægilega norðarlega til að eiga möguleika á norðurljósum við sömu aðstæður.

Sendu okkur póst og fáðu frekari upplýsingar enroute@enroute.is 

Sjá meira

HÁPUNKTAR

 • Með hópnum eru 2 frábærir ljósmyndarar, þar af annar heimamaður. Báðir með þekkingu á staðháttum, hvenær er best að mynda hvern stað og með góða tengingu við heimamenn.
 • Snyrtileg og góð hótel, í nálægð við helstu áfangastaði til að lágmarka keyrslu
 • Mikil og persónuleg aðstoð á tökustað, eins og hentar hverjum, t.d. við stillingar og myndbyggingu
 • Fyrirlestrar og kennsla í eftirvinnslu
 • Þægileg loftkæld farartæki
 • Sértilboð á NiSi Filterum til þátttakenda

Dagskrá

Dagur 1 - Calgary
Dagur 1 - Calgary

Hápunktar dagsins: Komudagur í Calgary
Velkomin/n til Calgary, oft nefnd “Cow Town” vegna langrar hefðar nautgriparæktar á svæðinu. Calgary kúrir undir grýttum fjöllunum sem við þekkjum sem “Rocky Mountains”. Calgary er 4. stærsta borg Kanada og íbúar hennar telja 1,2 milljón manna. Þrátt fyrir hraðann vöxt þá hefur borgin enn þægilegt smáborgar viðmót og íbúar eru með eindæmum vinalegir og afslappaðir.
Þátttakendur koma til borgarinnar hver á sínum tíma og geta skoðað borgina að vild. Áhugaverðar upplýsingar er m.a. að finna hér: https://www.visitcalgary.com/our-city. Er allir hafa tékkað sig inn á hótel hittumst við til kvöldverðar hristum hópinn saman og fáum nánari upplýsingar um ævintýraferðina sem bíður okkar.

Dagur 2 og 3 - Rocky Mountain House og Abraham Lake
Dagur 2 og 3 - Rocky Mountain House og Abraham Lake

Hápunktar: Loftbólur í Abraham Lake
Að loknum morgunverð höldum við til bæjar sem heitir því skemmtilega nafni Rocky Mountain House þar munum við gista næstu 2 nætur. Við komuna borðum við hádegisverð og ferðbúumst fyrir sólseturs myndatökur. Vatnið er umvafið fallegum fjallstoppum og er svæðið mikil útivistarparadís á sumrin. Hins vegar yfir vetrarmánuðina umbreytist vatnið Abraham Lake á einstakan máta sérstaklega fyrir ljósmyndara. Þegar vatnið leggur og metan gas frá rotnandi plöntuhlutum á botni vatnsins festist undir ísnum sem myndar óvenjulegt sjónarspil en loftbólurnar liggja í mörgum lögum undir ísnum.
Auk þess eru sprungur í ísnum sem ásamt loftbólunum mynda einstakan forgrunn sem leiða áhorfandann að fjallgarðinum fyrir ofan. Þessar myndir verða síðan enn fallegri í tilkomumiklu morgun/kvöld sólarljósi. Við höfum tvö tækifæri til að mynda vatnið við sólarupprás og sólsetur og val um tvær megin staðsetningar við vatnið svo tíminn er nægur til að velja hentugt svæði með myndvænum loftbólum og góðri myndbyggingu. Hafið í huga að ástæður þess að svæðið er þekkt fyrir þessar loftbólur vegna vindstyrksinis á svæðinu sem heldur ísnum snjólausum og gefur okkur þar með einstök myndtækifæri. Klæðnaði þarf að hátta í samræmi við það.
Á öðrum degi okkar við vatnið munum við einnig leita eftir dýralífi við Abraham Lake og umræðuefni kvöldfyrirlestursins er myndvinnsla og stutt kennsla í “focus stacking”.

Dagur 4 - Icefield Parkway og Jasper
Dagur 4 - Icefield Parkway og Jasper

Hápunktar: Preacher’s Point og Tangle Peak
Loka morguninn okkar við Abraham Lake myndum við sólarupprásina við Preacher’s Point. Þessi staður er þekktastur fyrir gríðarlegar sprungur í ísnum þar sem áin North Saskatchewan rennur út í vatnið. Eftir sólarupprás stoppum við í snemmbúinn hádegisverð í Nordegg og förum svo meðfram Icefields Parkway áleiðis til Jasper. Icefields Parkway er fjallasalur með tilkomumiklum fjöllum líkt og Tangle Peak sem er einmitt myndefni okkar við sólsetur. Að tökum loknum höldum við til Jasper í kvöldverð og nætursvefn.

Dagur 6 - Lake Louise og Yoho National Park
Dagur 6 - Lake Louise og Yoho National Park

Hápunktar: Lake Louise, Natural Bridge, Emerald Lake
Eftir marga daga við að mynda eingöngu frosin vötn er komið að því að skoða spegilmyndun á vatni. Við gistum við vatnið Lake Louise, og er eingöngu 10 mín akstur þaðan í svæðið sem við myndum sólarupprásina. Eftir morguntökur okkar við Fairmont Chateau Lake Louise höldum við aftur á hótelið og bætum í þekkingu okkar í myndvinnslu með fyrirlestri. Að fyrirlestri og hádegismat loknum keyrum við í Yoho þjóðgarðinn þar sem við munum fara á bakvið frosinn foss og síðan höldum við áfram að vatninu Emerald Lake og upplifum einstakt útsýni og tökum sólseturs myndir. Við förum svo aftur á hótelið í Lake Louise í kvöldverð og nætursvefn.

Dagur 7 - Banff
Dagur 7 - Banff

Hápunktar: Castle Mountain, Johnson Canyon, Vermillion Lake
Við kveðjum Lake Louise og á leið okkar til Jasper stoppum við í sólarupprás við Castle Mountain. Eftir það ferðumst við til Johnson Canyon þar sem við leggjum í gönguferð ca. 2.5 – 5 km leið til að mynda fallegan foss, einstakar steinmyndanir og mögulega ísklifrara! Við ferðumst áfram til Banff og njótum hádegisverðar og örlítillar hvíldar. Sólsetur er skipulagt við Vermillion Lake.

Dagur 8 - Banff – Canmore – Calgary
Dagur 8 - Banff – Canmore – Calgary

Hápunktar: Mt. Rundle, dýralíf, Three Sisters
Sólsetur er afar fallegt við Vermillion, en sólarupprásin þar er enn fegurri og það ætlum við að mynda. Við myndum einnig Mt. Rundle frá öðrum stað við Vermillion vatnið og leitumst svo við að finna elg til að mynda. Nú ríður á að vera rétt græjaður og með réttu linsuna, ef við skyldum finna þá. Eftir útskráningu af hóteli í Banff keyrum við til bæjarins Canmore og borðum hádegismat og skoðum svo árbakkana áður en við höldum í sólseturs myndatökur við hinar frægu Þrjár Systur, Three Sisters. Að tökum loknum snúum við aftur til Calgary til að njóta síðasta kvöldverðarins saman og gistum þar.

Dagur 9 - Brottför

Heimferðardagur, hver og einn skipuleggur ferð sína á flugvöllinn í samráði við flugplön.


Vinsamlega athugið að ferðalög í the Rockies um hávetur eru háð veðri. Vetrarstormur er algengur á svæðinu og eins tímabundnar lokanir á vegum. Þess vegna er ferðaskipulagið alltaf breytingum háð til að tryggja öryggi og velferð ferðalanga. Okkar markmið er að kenna þér ólíka tækni við ljósmyndun og tileinkir þér helstu þætti landslagsljósmyndunar við bestu mögulegu aðstæður en jafnframt að þú fáir tækifæri til að njóta augnabliksins og náttúrufegurðarinnar sem þú stendur frammi fyrir.

Included/Excluded

 • Öll gisting
 • Ferðamáti innanlands
 • Íslensku- og enskumælandi leiðsögn allan tímann
 • Allur aðgangseyrir að söfnum undanteknum
 • Skattar
 • Alþjóðlegt flug til/frá Kanada
 • Allar máltíðir
 • Lækniskostnaður eða kostnaður vegna bólusetninga
 • Þjórfé fyrir hótelstarfsfólk, bílstjóra eða leiðsögumenn
 • Annað sem ekki er nefnt hér að ofan sem innifalið
 • Ferðatryggingar og önnur þjónusta sem ekki er sérstaklega nefnd hér

Tour's Location

Created with Sketch.
frá Kr. 0

Þú gætir einnig haft áhuga á

Vertu áskrifandi

áhugavert efni og tilboð

Póstlisti

*Við munum aldrei senda þér spam