Algengasta spurningin sem við fáum er “Fyrir hverja eru ljósmyndaferðir?”

Kannast þú ekkert við að vera ljósmyndari? En þú hefur samt gaman af því að taka myndir? Átt þú ekki það nýjasta og flottasta í myndavélagræjum? Hefurðu aldrei myndað neitt nema partýmyndir í útilegu en langar að fara í svona ferð? Tekurðu bara myndir fyrir sjálfan þig því þú hefur gaman af að taka og skoða fallegar myndir? Við erum auðvitað alin upp við það á Íslandi að mega ekki kalla okkur ljósmyndara þar sem starfsheitið er lögverndað en ljósmyndaáhugi fólks hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Hvort sem er með snjalltækjum eða myndavélum. Með vaxandi áhuga fólks á ljósmyndun og tækninni sem fylgir hefur landslag atvinnuljósmyndarans breyst og fjöldi fólks sem hefur gaman af ljósmyndun og birtir myndir sínar aukist mikið. Við sem störfum hjá En route höfum ástríðu fyrir ljósmyndun sem og útivist og ferðalögum. Allir okkar leiðsögumenn er ljósmyndarar á heimsmælikvarða með áralanga reynslu í faginu og ferðum af þessu tagi, sumir hverjir margverðlaunaðir fyrir myndir sínar og allir hafa þeir gefið út efni sitt á vef- og prentmiðlum.

Og yfir hverja eru þá ljósmyndaferðir? Ljósmyndaferðir En route eru fyrir alla, alla þá sem hafa áhuga á að upplifa nýja áfangastaði og langar að koma heim með frábærar myndir. Við höfum sameinað ástríður okkar ljósmyndun, áhuga okkar á fólki og ferðalög og útkoman er frábærar ferðir til áhugaverðra staða með megin markmið að fagna andrúmsloftið og upplifunina á mynd. Við gerum meira en að fara með fólkið okkar á milli staða, við göngum úr skugga um að fólk nái frábærum ljósmyndum og bæti við sig þekkingu á sviði ljósmyndunar. Kröfur eru ekki gerðar til ljósmyndabúnaðar þó að sjálfsögðu getum við lagt til tillögur að búnaði sem gott er að hafa. Með okkur hefur ferðast fólk með einfaldar sem flóknar myndavélar, eingöngu farsíma og enn aðrir með kvikmyndabúnað umfram myndavélabúnað.

Við lifum og hrærumst í landslags- og ferðaljósmyndun og með fjölbreyttu og áhugaverðu úrvali ljósmyndaferða aðstoðum við fólk bæði við að læra á tækjabúnaðinn sem það á og fullnýta möguleikana sem tæknin hefur upp á að bjóða. Við kennum myndbyggingu samhliða meðan á ferðinni stendur og lausar stundir eru nýttar í kennslustund í eftirvinnslu. Við förum með fólk á framandi staði og hjálpum því að ná gæðamyndum á heimsmælikvarða. Við göngum svo langt að ábyrgjast að allar okkar ferðir skila afbragðsmyndum.

Það fer eftir stærð hópsins hversu margir ljósmyndaleiðsögumenn eru með í för vegna þess að við viljum sinna öllum vel hvort sem þátttakendur eru byrjendur eða atvinnumenn, það fá allir þá þjónustu sem þeir þurfa. Við viljum að þú náir bestu myndum sem mögulegt er að ná hverju sinni, það gerum við með því að aðstoða þig á vettvangi: kenna þér að mynda við ólík ljósskilyrði, leiðbeina um notkun myndavélarinnar eða búnaðarins sem þú ert með, notkun stillinga og bestu stillingar hverju sinni og útskýrum hvers vegna. Við sýnum þér góða vinnuferla, förum í gegnum myndbyggingu og eftirvinnslu og kennum þér að ná tökum á helstu atriðum myndvinnslu, byggt á þekkingu hvers og eins. Við viljum koma ljósmyndahæfni viðskiptavina okkar upp á næsta plan og að hver ferð skili fólki stóru safni birtingarhæfra mynda.

Margir eru þaulvanir ferðamenn og hafa góða þekkingu á ljósmyndun. Ferðir okkar fara fram úr væntingum, fara með ykkur út af hefðbundinni slóð ferðamannsins og sýna raunverulegt líf og líferni í fjarlægum löndum, nýtt sjónarhorn á þekkt kennileiti. Frábærir leiðsögumenn sem kynna ykkur fyrir landi og þjóð og aðstoða ykkur við að komast á næsta stig sem ljósmyndarar. Aðstoð og leiðsögn er einstaklingsbundin og ávalt einstaklingsmiðuð. Í okkar ferðum færð þú einfaldlega meira en þú getur komist yfir sjálf/ur. Í hverju landi erum við með fólk sem hefur margra ára reynslu, hefur sambönd og tengsl sem bara heimamenn gætu haft, og í löndum eins og Myanmar, Vietnam o.fl. er ferðin aldrei betri en heimamaðurinn sem við notum og við erum eingöngu í samstarfi við þá bestu. Tenglsanetið sem okkar ljósmyndarar eru búnir að koma sér upp með áralangri reynslu er það sem við færum þér.

Með færum innlendum leiðsögumanni fáum við jafnframt túlk sem miðlar málum og hjálpar okkur að ná tengslum við áhugaverð myndefni. Það er ekki allstaðar töluð enska og án túlks værum við samskiptalaus við heimafólk. Innlendir leiðsögumenn mynda samskiptabrú, passa að þarlend kurteisi sé viðhöfð í samskiptum og fyrir þeirra tilstilli getum við átt von á að vera boðið inn á heimil fólks til að mynda, upplifa og njóta.

Betri myndir eru markmið okkar allra og þekkingin hvenær er best að mynda á hverjum stað, aðgangur að stöðum sem almenningi stendur ekki til boða að heimsækja, kennsla í myndatökum, stillingar, ljósanotkun, ljósmyndun í litlu ljósi, samskipti við heimafólk, tryggingin um heimsklassa myndir, þess vegna velur fólk ljósmyndaferðir og þess vegna velur fólk En route Ljósmyndaferðir – við tryggjum þér allt þetta.

En næst algegnasta spurningin myndi eflaust  vera “eru ljósmyndaferðir bara fyrir “ljósmyndara” ?” Okkar svar við því er NEI, ekki hjá En route! Hvers vegna getum við svarað svo afdráttarlaust? Jú því við eigum líka maka og vini sem við höfum ferðast með og reynt að samtvinna fjölskyldu/vinaferð og ljósmyndaferð og það er vægast sagt erfitt að uppfylla skilyrði allra, vera á réttum stað á réttum tíma og gleðja alla. Þess vegna höfum við skipulagt ferðir þar sem sérstaklega er gætt að því að fleiri geta notið, að ljósmyndarinn geti tekið sinn nánasta með og þannig samnýtt ferðatímann, frítímann og upplifunina saman. Kemur þeim virkilega ekki til með að leiðast þó þau/þeir séu ekki með myndavél? Ferðir okkar eru einstaklega vel til þess fallnar að sameina sem ævintýra- og ljósmyndaferð. Allir sem hafa áhuga á ferðalögum og fallegu landslagi, að hitta fólk og upplifa menningu annara þjóða njóta ferðanna með okkur. Við höfum víðtæka reynslu í að hanna ferðir fyrir ævintýrafólk og fólk sem vill sameina ferðaáhugann og ljósmyndun. Ef eitthvað þá er ljósmyndaferð síst ferð fyrir þá sem leita að slökun eða djammferð. Við tökum daginn almennt snemma og dagurinn getur verið langur, en allan daginn erum við að sjá og upplifa nýja og áhugaverða hluti.

Niðurstaða,  ljósmyndaferðir eru ekki bara fyrir “ljósmyndara”.