Hvers vegna nota faglærðan ljósmyndara og faglegar ljósmyndir í kynningarefni og vefsíðugerð

Faglegt myndefn, úthugsað og veluppstillt er líklegra til árangurs en annað myndefni. Myndefni er mjög mikilvægt þegar verið er að selja vörur, þjónustu og manneskjur. Algengt er að fólk tími ekki að setja pening í ljósmyndun þegar kemur að myndefni á internetið þetta á jafnt við um fyrirtæki, listamenn, fasteignasala, leigumiðlanir og fólk í atvinnuleit.

Ljósmynd tekin af fagaðila sendir skýr skilaboð, að þú takir sjálfan þig og fyrirtæki þitt alvarlega og það mun skila þér árangri. Internetið getur lyft fyrirtæki þínu upp á svo marga vegu og boðið þér og þínum fullt af nýjum möguleikum, eina sem þarf að gera er að markaðssetja og kynna þig á faglegan máta.

En eitt skaltu vita að þó ljósmyndari hafi unnið við fagið í hundrað og eitt ár þá er hann ekki endilega hinn rétti í verkið, jafnvel vinsælasti ljósmyndari landsins þarf ekki endilega að vera sá rétti fyrir þig. Þú þarft að taka fullan þátt í framleiðslu myndanna þinna og hverju þú vilt koma á framfæri með myndunum.  Ef þú vilt að myndin selji þig eða þína vöru þá þarftu að vita hvað það er sem myndin á að segja viðskiptavinum þínum. Þú þarft að vera leiðandi í verkefninu.

Hér eru sjö góð ráð þegar mynda á kynningarefni fyrir fyrirtæki eða stofnun:

  1. Skýr skilaboð og markmið

Ekki ráða ljósmyndara fyrr en þú veist hvað þú vilt að myndin segi. Gerðu lista yfir orð sem lýsa þér/vörunni þinni, hvernig þú vilt koma fram, hverju þú vilt deila með viðskiptavinum þínum. Skrifaðu jafnvel niður liti, skoðaðu tímarit og internetið og finndu myndir sem þér líkar við. Farðu með þessar hugmyndir til ljósmyndarans og vinnið saman að bættri hugmynd.

  1. Fáðu fagmann í verkið

Vissulega eiga allir myndavél, eflaust hafa einnig margir aðgang að Photoshop eða Instagram. En við hvetjum þig til að hækka metnað þinn um eitt, tvö stig. Að fá góðan ljósmyndara í verkið þarf ekki að þýða að þú þurfir að taka út allt þitt sparifé eða sækja um bankalán. Farðu á stúfana og finndu ljósmyndara sem þú fílar sem setur upp verð sem þú ræður við. Ekki vera hrædd/ur við að ræða við ljósmyndara og bera hugmyndir þínar undir þá áður en þú pantar þér tíma.

  1. Förðun, fáðu ráðleggingar varðandi hár og förðun

Við trúum á að vegna faglegra ljósmynda sé rétt að leita til fagaðila þegar kemur að hári og förðun. Notaðu hugmyndir þínar úr #1 til að vera viss um að þú og hárgreiðslu- eða förðunarfræðingurinn sé á sömu bylgjulengd. Ef þú hefur ekki efni á að kaupa slíka þjónustu þá mælum við með því að þú fáir vin/vinkonu með snyrtiþekkingu til að aðstoða þig. Hér gildir betur sjá augu en auga. Hafa skal í huga að myndirnar eru teknar með góðum ljósabúnaði og of mikil andlitsmálning getur verið gerfileg í slíkri birtu. Náttúruleg og tímalaus förðun og hár gerir það líklegra að þú getir nýtt myndirnar um lengri tíma.

  1. Skipulegðu klæðnað þinn

Tímanlega fyrir tökuna skaltu fara að huga að klæðnaðnum, jafnvel nokkrum dögum eða vikum fyrr. Veldu þrjú dress til að taka með í tökuna. Slepptu hlébarðaskyrtunni og öllum slíkum brjálað mynstruðum flíkum 😉 Ef þú ert ekki áhugamanneskja um tísku eða útlit  og hefur ekki aðgang að slíkri manneskju þá er hægt að leita til verslana sem hafa hátt þjónustustig þar sem afgreiðslufólkið er til staðar til að hjálpa til við samsetningar ofl. Athugaðu að þú þarft ekki endilega að versla fyrir tökuna, þú gætir nýtt þér ráðleggingarnar og tileinkað þér hugmyndirnar. Svo gæti einhver í þínum vinahóp annað hvort hjálpað þér með því að gefa þér annað álit eða lánað þér fatnað ef til þess kemur.

  1. Varastu að nota of mikið af fylgihlutum

Fylgihlutir eru FYLGIhlutir en ekki aðalhlutir! Ekki láta hálsfesti eða annað skraut stela af þér senunni, ekki frekar en of mikinn farða eða ýktar hárgreiðslur.

  1. Taktu með þér spegil eða vinkonu

Hafðu spegil innan seilingar ef þú vilt geta skoðað þig annað slagið og jafnvel  rifjað upp uppstillingu sem þú varst búin að skoða fyrirfram. Að hafa góða vinkonu/vin getur einnig skilað árangri. Stílisti sem sér þig og uppstillingarnar frá sjónarhorni ljósmyndarans og getur fínpússað smáatriði eins og uppbrettan kraga eða varalit á tönnum. Vissulega eru ljósmyndarar þjálfaðir í að sjá slíkt en oft er athygli þeirra á lýsingu og heildarmynd umfram smáatriði.

  1. Þú ert aðalatriðið

Þín orka, ljós, lífsgleði og útgeislun. Þetta eru mikilvægustu hlutirnir. Myndin selur þig ef þú hefur trú á þér og tekur orkuna þína með í myndatökuna. Njóttu þess að vera stjarnan í augnablik, þú númer eitt!

Og svo að lokum, viðbótarheilræði. Áður en þú mætir í stúdíóið sestu niður og rifjaðu upp tilganginn með tökunni og efldu sjálfa þig. Meðan verið er að mynda þig mundu að vera á staðnum lifandi og heillandi frekar en frosin og uppstillt. Horfðu í linsuna og í gegnum hana, sendu skilaboð til áhorfandans. Vertu ófeimin/n við vélina og slepptu fram af þér taumnum leyfðu þér að brosa og hlæja og njóttu þess að vera í sviðsljósinu.