En route ehf.

Markmið En route ehf. er að veita bestu mögulegu þjónustu og að skilja eftir hjá viðskiptavinum okkar minningar sem endast út ævina.

Ef breytinga er þörf vinsamlega hafið samband við okkur eins fljótt og auðið er og við munum gera okkar besta til að mæta ósk ykkar.

Neyðartilfellum sinnt allan sólarhringinn: Iceland En Route veitir viðskiptavinum stuðning allan sólarhringinn á meðan ferð stendur. Í tilfellum innan 24 klst áður en ferð hefst eða meðan á ferð stendur vinsamlega sendið póst á enroute@enroute.is eða hringið eða notið WhatsApp +3548682238 eða +3548684136.

Iceland En Route, En route ehf. kt. 610212-0850, er viðurkennd ferðaskrifstofa hjá Ferðamálastofu, leyfi 2017-040.

 

Verð og helstu skilmálar – Dagsferðir

Verð eru skv hverri ferðalýsingu á vefsíðu okkar.
Birt verð miðast við hóp að stærð 1-4 farþegar, nema annað sé tekið fram.

Greiðsluskilmálar – Dagsferðir

Bókun er staðfest með 50% staðfestingargreiðslu. Greiðslan fæst ekki endurgreitt.
Tekið er við greiðslum í gegnum greiðslumiðla PayPal, bankamillifærslu og greiðslu/debetkort AMEX, Visa, MasterCard, osvfr).
Áskilinn er réttur til álagningar greiðslu/þjónustugjalds á kreditkortafærslur, 2-3,5%. Slíkt er tilkynnt fyrirfram við ferðalýsingu.
Lokagreiðsla skal greidd 14 dögum/2 vikum fyrir upphaf ferðar.

Afbókanir – Dagsferðir

Allar beiðnir um afbókanir/breytingar/tilfærslur/endurbókanir þarf að senda skriflega á netfangið enroute@enroute.is
Staðfestingargreiðsla er óendurgreiðanleg.
Afbókanir fyrir 48 klst frá upphafi ferðar eru endugreiddar að fullu að undanskildu staðfestingargjaldi.
Endurgreiðslur eru framkvæmdar á sama máta og lokagreiðsla var framkvæmd.
En route ehf. getur ákvarðað að innheimta breytingargjald 5.000 kr á hvern farþega.

Ef ferð er afbókuð vegna veðurs eða annarra ástæðna af hálfu En route ehf. er ferðin endurgreidd að fullu.

“No-shows” – Dagsferðir

Sá er mætir ekki í ferð á ekki rétt á endurgreiðslu.
Eftir að ferð hefur verið staðfest er samið um upphafspunkt ferðar og tíma og upplýsingar um tengilið eða leiðsögumann ferðar.
Sá sem mætir ekki á upphafsstað á umsömdum tíma telst hafa hætt við ferðina. Ferðin er óendurkræf.

Verð og helstu skilmálar – Alferðir / Ljósmyndaferðir

Verð fyrir alferðir á vefsíðu okkar eru birt ýmist miðað við 1-4 manna hópa (Íslandsferðir) eða einstaklingsverð, vísað er til ferðalýsingar hverju sinni.
Tilboð í einkaferðir miðast við heildarverð ferðar nema annað sé tekið fram.
Millilandaflug er ekki innifalið í verði ferðar.

Staðfestingargjald bókunar: 30% af heildarverði.
Þjónustu- og bókunargjald er 10% af heildarverði og er óendurkræft.
Greiðsla að fullu: 60 dögum/8 vikum áður en ferð hefst nema annað sé tekið fram í ferðalýsingu.

Tekið er við greiðslum í gegnum greiðslumiðla PayPal, bankamillifærslu og greiðslukort (debet/kredit) AMEX, Visa, MasterCard, osvfr.
Áskilinn er réttur til álagningar greiðslu/þjónustugjalds á kreditkortafærslur, 2-3,5% og er tilkynnt fyrirfram í ferðalýsingu.

Afbókanir og endugreiðsluskilmálar – Alferðir / Ljósmyndaferðir

Allar beiðnir um afbókanir/breytingar/tilfærslur/endurbókanir þarf að senda skriflega á netfangið enroute@enroute.is

Með lengri en 60 daga fyrirvara frá upphafi ferðar: endurgreitt 90% (10% er óendurkræft bókunargjald)
50 daga frá upphafi ferðar : endurgreitt 75%
40 daga frá upphafi ferðar: endurgreitt 50%
Minna er 40 dagar : ferð óendurkræfanleg

Endurgreiðslur eru framkvæmdar á sama máta og lokagreiðsla var framkvæmd.
En route ehf. getur ákvarðað að innheimta breytingargjald 5.000 kr á hvern farþega.

Ef ferð er afbókuð vegna veðurs eða annarra ástæðna af hálfu En route ehf. er ferðin endurgreidd að fullu.

Allar alþjóðlegar ferðir eru með lágmarksþátttökufjölda, ef lágmarki er ekki náð getur ferðaskrifstofan fellt ferðina niður og endurgreitt að fullu.

Tilboð hópferða – Alferðir / Ljósmyndaferðir

Verðtilboð fyrir einkahópa og ferðir eru háð breytingum þar til bókun hefur verið staðfest.

Verðtilboð eru framkvæmd ýmist í ÍSK eða USD nema annað sé tekið fram.
Verðtilboð innihalda innlenda skatta/vsk.

Verðtilboð innihalda ekki gistingu, drykki eða máltíðir, þjórfé til þjónustuaðila, leiðsögumanna eða bílstjóra, vegabréfsáritanir og tengd gjöld, farangurstryggingar eða ferðatryggingar eða aðra persónulega muni, nema sérstaklega umbeðið og þá tekið fram í tilboði og ferðalýsingu.

Iceland En Route/ En route ehf.  ber ekki ábyrgð á skaða, skemmdum, meiðslum eða veikindum meðan á ferð stendur. Sama á við um breytingar eða aðlögun ferðar veðurs, ástands vega, verkfalla eða annarra stórtækra ófyrirséðra atburða (force majeure).  Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta ferðaplani, leiðum og áætlunum sé þess þörf vegna veðurs, ástands vega eða annarra skilyrða sem ógnað geta öryggi eða heilsu ferðlanga eða af öðrum ófyrirséðum ástæðum.

FERÐASKRIFSTOFA:
Iceland En Route er ferðaskrifstofa. Við seljum ýmiss konar ferðir og ferðatengda viðburði og áframseljum þjónustu annarra ferðatengdra aðila, s.s. gististaða, leigubifreiða, bílstjóra og annarra ferðaskipuleggjenda. Í slíkum tilfellum er  Iceland En Route áframselur þjónustu annars sjálfstæðs fyrirtækis er En route ehf. ekki ábyrgt fyrir veittri þjónustu.
Ábyrgð okkar gagnvart viðskiptavinum er að útvega, bjóða og bóka fyrir þá þjónustusamning við þar til gerð ferðaþjónustufyrirtæki. Ábyrgð okkar á framkvæmd þjónustunnar er takmörkuð að því leyti að bóka skv. óskum viðskiptavinar. Efndir þriðja aðila eru okkur óviðkomandi og getum við ekki gengið í ábyrgð fyrir þeirra þjónustu. Ferðir eru eingöngu áframseldar og nær ábyrgð og þjónustutrygging viðkomandi fyrirtækis alfarið yfir veitta þjónustu.

Við kaup á ferð samþykkir ferðlangur skilmála þessa milli söluaðila, kaupanda og viðskiptavinar/ferðalangs. Athygli er vakin á að :
Farangur er ætíð á ábyrgð eiganda.

VERÐ, VIÐBÓTARKOSTNAÐUR OG GJÖLD:
Verð byggjast á útreikningi á útgáfu tíma (þar með talið viðskiptagengi gjaldmiðla þess tíma) og geta auglýst verð því breyst með skömmum fyrirvara.
Verð geta breyst þar til lokagreiðsla hefur verið innt af hendi. Eina sem getur breytt verði eftir að lokagreiðsla fer fram er auknir skattar eða gjöld á vegum ríkisstjórnar viðkomandi lands. Slíkar aðstæður teljast sérstakar og telja til undantekninga.

Viðbótargjöld eða skattar sem var ekki hægt að sjá fyrir gæti þurft að reiða af hendi á staðnum. Þar með talið er kostnaður við notkun salernis á útsýnisstöðum og tryggingar sem bílaleigur og hótel og sambærilegir þjónustuaðilar fara fram á við komu. Flest slík fyrirtæi krefjast kreditkortatryggingar við innskráningu.

FERÐATRYGGINGAR:
Verð hjá Iceland En Route innihalda ekki ferðatryggingar.
Við ráðleggjum og hvetjum viðskiptavini til að huga vel að tryggingamálum áður en ferð hefst. Margir hafa góðar ferðatryggingar frá greiðslukortafyrirtækjum, þessar tryggingar eru mjög mismunandi eftir tegund korts og þarf hver og einn að skoða sitt kort og tryggingar. Kynnið ykkur vel skilmála hjá greiðslukortafyrirtækjum og heimilistryggingum. Þá bendum við einnig á sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands – http://www.sjukra.is/

Tryggingum er ætlað að lágmarka tap/kostnað vegna ófyrirséðra atburða meðan á ferð stendur. Við mælum með  bæði: “trip cancellation” og slysatryggingu meðan á ferð stendur sem og farangurstryggingu vegna farangursseinkunar eða týndum farangri. Þá bendum við á að ljósmyndarar hafa viðkvæman og dýran búnað/farangur sem gæti borgað sig að tryggja sérstaklega.

ÁBYRGÐ:
Bið munum alltaf gera okkar besta til að ferðatilhögun þín verði sem best. Við veljum bestu þjónustuaðila á hverjum stað, hverju sinni og leggjum okkur í hvívetna fram um að upplifun þín verði einstök. Hins vegar getur Iceland En Route, En route ehf og starfsfólk þess, samstarfsaðilar, umboðsaðilar ekki tekið ábyrgð á starfsemi eða þjónustu sem ekki er í þeirra eigu eða umsjón sbr. gististaðir,  flugfélög, farartæki; bifreiðar/bátar/hjól osvfr, utanaðkomandi leiðsögumenn, túlkar eða önnur aðkeypt þjónusta sbr. söfn, veitingastaðir osvfr. Slíkir aðilar eru aðkeypt utanaðkomandi þjónustuaðilar og verktakar og ótengdir ábyrgð Iceland En Route.

HEILSA OG HOLLUSTUHÆTTIR:
Það er á ábyrgð ferððalanga að athuga með og uppfylla skilmála tengda heilsu s.s. bólusetningarskilmála í því landi sem ferðast skal til. Þá skulu tilheyrandi ferðagögn og skírteini höfð með í för. Kynnið ykkur erfiðleikastig ferðarinnar og eigið líkamsástand. Kynnið ykkur hollustuhætti á hverjum stað og fylgið leiðbeiningum leiðsögumanna um notkun vatns og matvæla hverju sinni. Sólarvörn, sólgleraugu og höfuðvarnir í heitu loftslagi eru brýnt að hafa meðferðis og nota.
Vinsamlega tilkynnið okkur um öll meiri háttar heilsubresti eða veikindi, ofnæmi eða annað sem áhrif gæti haft á ferð ykkar. Leiðsögumenn geta frekar brugðist rétt við með góðar upplýsingar tiltækar.

VEGABRÉF OG ÖNNUR FERÐAGÖGN:
Allir farþegar þurfa að hafa gilt vegabréf en það er alfarið á ábyrgð farþega að afla sér upplýsinga um og tryggja sér ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa meðferðis hverju sinni. Tímanlega áður en ferð hefst þarf að kanna hvort vegabréfsáritunar sé þörf eða annara skjala. Upplýsingar eru veittar eftir bestu getu við hverja ferðalýsingu en bent er á að m.a. er að finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins. Ef um millilendingar er að ræða þarf einnig að athuga áritun á millilendingarstað. Umsókn um vegabrefáritun er alfarið á ábyrgð hvers ferðalangs.

Gæta skal vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför, ákveðin lönd krefjast að vegabréf hafi a.m.k. 6 mánuða gildistíma frá þeim degi sem landið er yfirgefið. Alltaf skal ferðast með vegabréf, jafnvel þegar ferðast er innan Schengen svæðisins, þar sem vegabréf er eina
alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið til annarra landa. Kostnaður vegna ferðagagna eða vegabréfsáritana, sektir eða annað því tengt eru alfarið á vegum farþega.
Allir flugmiðar skulu gefnir út í nafni ferðalangs og í samræmi við vegabréf viðkomandi. Sama á við um innanlandsflug.
Við ráðleggjum öllum að yfirfara ítarlega allar flugbókanir minnst 24 klst fyrir brottför.
Bólusetningarskírteina getur verið krafist í ákveðnum löndum.

VIÐURKENNING Á SKILMÁLUM, UNDIRRITUN:
Báðir aðilar, kaupandi og seljandi, samþykkja og skilja þessa skilmála og staðfesta það með viðskiptasambandi sínu. Skilmálarnir geta verið samþykktir (i) rafrænt ; (ii) handskrifað ; (iii) eða með öðrum rafrænum hætti skriflega með til dæmis tölvupósti ; eða  (iv) annað samþykki telst einnig innágreiðsla eða fullnaðargreiðsla inn á ferð eða þjónustu á vegum Iceland En Route, En route ehf., eða af hálfu þriðja aðila sbr. maka /ferðaskipuleggjanda/skrifstofu fyrir hönd ferðalangs.

Vertu áskrifandi

áhugavert efni og tilboð

Póstlisti

*Við munum aldrei senda þér spam