Myanmar ljósmyndaferðin 2019 kemur hér sjóðheit úr smiðju ferðahönnuða okkar.

Upphafsdagsetning ferðarinnar er 24. nóvember 2019
Við bjóðum upp á þessa frábæru ferð árlega, Ljósmyndaferð til Myanmar, 12 daga ferð þar sem við skoðum og myndum landssvæði gjörólíkt okkar eigin, upplifum menningu þess lands, hittum heimafólk og prófum matargerð sem er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast en á sama tíma svo afskaplega góð.

En fyrst og fremst tökum við frábærar myndir til að segja ferðasögu okkar og bætum reynslu og minningum í bankann. Þetta verður frábær ferð, það er öruggt.

Allt um ljósmyndaferð til Myanmar 2019 í þessu stutta myndbandi.