frá Kr. 976,000
Bóka núna

Ljósmyndaferð til MONGÓLÍU

Not Rated
Created with Sketch.

Lengd ferðar

11 dagar, 10 nætur

Created with Sketch.

Tegund ferðar

Alferð

Created with Sketch.

Stærð hóps

10 manns

Created with Sketch.

Tungumál

enska, íslenska

Yfirlit

Ljósmyndaferð til Mongólíu: 1.-11. september 2024

  • Lengd ferðar: 11 dagar / 10 nætur
  • Upphaf ferðar: Chinggis Khaan International Airport – Ulaanbaatar
  • Ljósmyndarar og leiðsögumenn: Oli H og Kah-Wai Lin
  • Auk þess fylgir hópnum reyndur innlendur leiðsögumaður og túlkur
  • Fullt fæði
  • Erfiðleikastig: Auðvelt. Engar lengri göngur/fjallgöngur.
  • Ljósmyndahæfni/skilyrði: Engar forkröfur
  • Skráning & nánari upplýsingar: enroute@enroute.is

Upplýsingar um verð og skilmála

Verð: ISK 976.000 á mann, miðað við 2gja manna herbergi
Viðbótargjald fyrir sérherbergi ISK 120.000

Staðfestingargjald við bókun ISK 200.000

Breyting á gengi getur haft áhrif á verð, þar til staðfesting hefur verið greidd.

Millilandaflug (til/frá Mongólíu) er ekki innifalið í ljósmyndaferðinni.
Skilmálar En Route Ljósmyndaferða má finna hér.

Ferða- og landslagsljósmyndaferð til Mongólíu með En Route Ljósmyndaferðum

Mongólía, fyrsta sem kemur upp í huga margra er hirðingjar og hirðingjaþjóð. Hirðingjar sem flakka um með “ger” tjöldin sín til að finna beitiland í einu strjálbýlasta landi heims. En flestir þekkja líka til Genghis Khaan sem á sínum tíma gerði Mongólíu að stærsta heimsveldi sem nokkurn tíma hefur verið til.
Mongólía er tiltölulega ný uppgvötvað sem áhugaverður áfangastaður og þess vegna er mettun ferðamanna hér ekki mikil eins og víða annars staðar. Í Mongólíu er stórbrotið landslag, einstakt líf hirðingja og menning margra ættbálka sem búa í grennd við hver annan í sátt og samlyndi, í þessu risastóra landi sem er staðsett milli Kína og Rússlands.
Fyrri hluti ferðarinnar er um Gobi eyðimörkina og fáum þar einstakt tækifæri til að mynda hirðingja þar sem þeir reka Bactrian úlfalda yfir sandöldur Gobi eyðimerkurinnar.
Í seinni hluta ferðarinnar förum við um vesturhluta Mongolíu í stórkostlegu landslagi Altai fjallgarðsins og tileinkum Kasökum tíma okkar. Þetta harðgerða fólk eru hirðingjar og veiðimenn sem nýta m.a. erni við veiðarnar. Við fáum Mongólska menningu beint í æð, við kynnumst einstökum fornum bardaga- og stríðsháttum og reiðlist sem gerði þá að heimsveldi undir handleiðslu Genghis Khaan.
Undirbúðu þig fyrir ævintýri lífs þíns, þar sem ferðast er um Mongólíu í 11 daga. Þú kynnist landi og þóð og tekur heimsklassa myndir undir öruggri leiðsögn tveggja frábærra ljósmyndara sem geta hjálpað þér að ná fram því sem þú vilt, og kenna þér það sem þú þarft til þess að verða betri ljósmyndari.
Ferðin hentar byrjendum og lengra komnum. Okkar markmið er að hjálpa þér að auka færni þína sem ljósmyndari.
Í ævintýra- og ljósmyndaferð sem þessari hafa margir haft orð á að þeir hafi náð myndum sem þeir töldu sig ekki geta tekið.

Lífsreynsla sem vert er að deila

Ljósmyndaferðin til Mongólíu er einstök, landið og þjóðin á engan sinn líkan. Ferðin er því vafalaust ein af okkar áhugaverðustu og áhrifamestu ferðum. Upplifunin er einstök og hvetjum við ljósmyndara til að njóta upplifunarinnar með maka, vin, systkini eða öðrum nákomnum. Ferðin er upplifun fyrir hvern þann sem skráir sig, óháð ljósmyndaþættinum, allir munu upplifa einstakan og ótrúlegan tíma í Mongólíu. Við munum deila óvenjulegri reynslu með heimafólki af menningarlegum verðmætum, fornum hefðum, hefðbundnum matarhefðum og hrárri náttúru í sinni tærustu mynd. Mongólía gefur okkur upplifun sem skilur okkur eftir með gnótt minninga ævina út.

Teymi leiðsögumanna og ljósmyndara

Leiðsögumenn hópsins eru þrír. Ljósmyndarar eru tveir: Óli H., sem er kraftmikill og drífandi atvinnuljósmyndari sem hefur sérhæft sig í ferða- og landslagsljósmyndun auk brúðar- og auglýsingaljósmyndunar. Kah-Wai Lin sem hefur getið sér góðs orðs sem landslagsljósmyndari og rekur hann gríðarvinsæla ferðaskrifstofu fyrir ljósmyndaferðir í heimalandi sínu.

 

Óli H., er fararstjóri ferðarinnar.
Óli rekur En route ehf. ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ljósmyndaferðum fyrir ljósmyndara, bæði áhugaljósmyndara og atvinnumenn. Óli er kerfisfræðingur, vefhönnuður og ljósmyndari að mennt. Óli hefur frá unga aldri heillast af ljósmyndun en hann ólst upp á vinnustofum þekktra ljósmyndara í Reykjavík þar sem móðir hans starfaði sem aðstoðarmaður ljósmyndara. Óli lagði þó listina á hilluna til að sækja nám í tölvufræðum. Í hartnær 20 ár starfaði hann á sviði auglýsinga- og markaðssetningar og kenndi samhliða því tölvufræði s.s. kerfisfræði og myndvinnslu. Myndavélin var þó aldrei langt undan og á endanum ákvað hann að söðla um og skráði sig í Tækniskólann til að ljúka námi sem ljósmyndari. Óli tók í kjölfarið nemastöðu hjá Jóni Páli ljósmyndara. Óli er frábær kennari, vel að sér í málefnum líðandi stundar og mikill áhugamaður um tækninýjungar í ljósmyndabransanum. Hann elskar að ferðast, uppgötva nýja staði og fara ótroðnar slóðir. Óli er þekktur fyrir einstakan húmor, létta nærveru og opinskáa tilsögn. Hann er óþreytandi í að leita að nýjum sjónarhornum og nýjum sögum, sögum sem hann endursegir listilega með myndformi sínu. Óli heldur úti vefsíðu með verkum sínum OliH Photography einnig er hann með YouTube rás þar sem hann fjallar um ferðalög sín, birtir kennslumyndbönd og lýsir daglegum áskorunum ljósmyndarans.

 

 

kah-wai
Dr. Kah-Wai Lin hefur leitt hundruði ljósmyndaferða um heiminn. Hann hefur kennt á um 300 námskeiðum í Bandaríkjunum, Canada, Malasíu, Singapore og Kína svo fátt eitt sé nefnt, einkum fyrir Phase One, Fujifilm, Sony, NiSi, Fotopro og Skylum. Hann er með yfir 300.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum þar sem hann deilir myndum frá ferðum sínum.

Hvers vegna ferðast með En Route Ljósmyndaferðum?

  • Með hópnum eru 2 frábærir ljósmyndarar, báðir reyndir leiðsögumenn og leiðbeinendur
  • Framúrskarandi umsagnir og bestu meðmæli frá fyrri ferðum
  • Einstakur innlendur túlkur og leiðsögumaður fylgir hópnum
  • Afburða þekking á staðháttum, hvenær er best að mynda hvern stað og góð tengingu við heimamenn
  • Snyrtileg og góð hótel, í nálægð við helstu áfangastaði til að lágmarka keyrslu auk upplifana á borð við að dvelja í “Ger” tjöldum
  • Mikil og persónuleg aðstoð á tökustað, eins og hentar hverjum, t.d. við stillingar og myndbyggingu
  • Fyrirlestrar og kennsla í eftirvinnslu
  • Þægileg loftkæld farartæki
  • Iceland En Route er viðurkennd ferðaskrifstofa á vegum Ferðamálastofu
Sjá meira

HÁPUNKTAR

  • Árleg ferð, næsta ferð: 16. - 26. ágúst 2023
  • Lengd: 11 dagar (10 nætur)
  • Stærð hóps: 10
  • Erfiðleikastig: Auðvelt. Engar lengri göngur/fjallgöngur.
  • Ferðin hentar fyrir alla, óháð þekkingu og reynslu í ljósmyndun
  • - einnig hentug ferð til að taka með ferðafélaga/maka/vin

Dagskrá

DAGUR 1: Komudagur - ULAANBAATAR

Allir eru sóttir á Chinggis Khaan alþjóðaflugvöllinn í Ulaanbaatar (UBN) og ekið á hótelið sem hópurinn dvelur á. Þar sem flug til Mongólíu eru ekki mörg yfir daginn þá þarf að huga vel að tímasetnignu komu og jafnvel ráðlagt að koma 1-2 dögum áður en ferð hefst. Við mælum alltaf með komu tímanlega til að ferðalangar geti jafnað sig á tímamismun og ferðaþreytu.

Klukkan 19.00 hittumst við í andyrri hótelsins og förum saman í mat, þar sem við kynnumst frekar og förum yfir dagskránna.

Það eru engar skipulagðar ferðir um Ulaanbaatar, en gist er á hóteli í miðbænum og borgin er mjög aðgengileg og örugg svo óhætt er að eyða kvöldinu í rölt um borgina.

Gistum á hóteli í Ulaanbaatar

DAGUR 2-4 - KHONGOR SANDÖLDUR Í GOBI EYÐIMÖRKINNI

Við borðum morgunverð á hótelinu áður en við höldum á innanlandsflugvöllinn. Við fljúgum frá Ulaanbaatar til Dalanzadgad, flugtími er um 1,5 klst.

Hér erum við að ferðast á strjálbýlum slóðum og ef svo ólíklega vill til að flugi verði aflýst verður varaplanið sett í gang og keyrt til Dalanzadgad. Það tekur þó aðeins lengri tíma, ca 6 klst. Bifreiðarnar eru þægilegar og það er mikið að sjá á leiðinni. Tímasetning komunnar til Dalanzadgad ræður röð verkefna: Ef við erum tímanlega verður farið að mynda Khongor sandöldurnar, ef hins vegar við erum seint á ferð stoppum við í Dalanzadgad eða Yoliin Am Gljúfri yfir nótt. Á ferð okkar um svæðið stoppum við og heimsækjum hirðingja sem búa á víð og dreif á þessu víðáttumikla landsvæði. Hirðingjarnir halda kindur, geitur, hesta, kameldýr og fleira með sama hætti og forfeður þeirra hafa gert hér í yfir 3000 ár.

Aðalsvið okkar þessa 2 næstu daga eru Khongor sandöldurnar í Gobi eyðimörkinni, stórfenglegustu sandöldur í allri Mongólíu. Landsvæðið spannar yfir 900 ferkílómetra og öldurnar eru á bilinu 100-300 metra háar. Heimafólk hér kalla öldurnar "Syngjandi öldurnar" vegna hljóðsins sem heyrist þegar sandurinn fýkur á milli alda.
5 Bactrian kameldýr fylgja okkur á meðan dvöl stendur. Hlutverk þeirra er bæði að ferja okkur frá bílum að sandinum og vera okkar aðal módel, ásamt eigendum þeirra. Eigendur þeirra klæðast samkvæmt tísku hirðingja, mjög hefðbundnum eyðimerkur klæðnaði. Enn á ný leggjast allir á eitt til að skila okkur fallegum og sérstæðum ljósmyndum í samræmi við bestu aðstæður og náttúrulega lýsingu.

Bactrian úlfaldar erum með tvær krippur og eru afar frumstæðar en sterkar skepnur, með einstaka aðlögunarhæfni. Þessir úlfaldar eru eflaust meðal sterkustu skepna sem ganga jörðina í dag. Þeir þola gríðarlega þurrka, geta lifað við sjávarmál og í mikilli hæð, og þola vel gríðarlegan hitamun allt frá -30 gráðum upp í 40 gráðu hita.

Við gistum fyrri nóttina í Ger búðum eða á hóteli en seinni nóttinni er varið í Ger búðum, fyrir ferðamenn. Þær eru af betri gerðinni, með rafmagni, þægilegri svefnaðstöðu, snyrtilegum klósettum og góðri sturtuaðstöðu.

DAGUR 5: DALANZADGAD – ULAANBAATAR

Við borðum morgunmat og keyrum tilbaka til Dalanzadgad, þar sem við tökum flug til Ulaanbaatar.
Við komuna til Ulaanbaatar tékkum við okkur inn á hótel. Um kvöldið borðum við saman kvöldverð á nærliggjandi veitingastað.

DAGUR 6: PRÍVAT “NAADAM FESTIVAL” – MONGÓLSK GLÍMA OG BOGFIMI

Mongólar eru afkomendur mestu bardagamanna sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð. Mongólski herinn sem sigraði og réð yfir Rússlandi og allri austur og mið Evrópu var ekki stór her eða rétt tæplega 150.000 menn þegar mest var. Með 150.000 mönnum sköðuðu þeir stærsta heimsveldi þess tíma.
Það eru margar ástæður fyrir því hvers vegna Mongólar voru svona sigursælir þrátt fyrir smæð. Ein aðalástæðan var þjálfun. Um leið og drengir gátu setið hest og gátu haldið á boga var þeim kennt að veiða. Þeir byrjuðu einnig mjög ungir að glíma, hefðbundna glímu sem þá var kölluð Bökh en er í daglegu tali í dag kölluð Mongólsk glíma.
Þetta gerði Mongóla af gríðarlega reyndum og góðum reiðmönnum, og litlir en sterkir hestar þeirra höfðu gríðarlegt úthald. Sögur eru um að maður með 4-5 hesta gat ferðast 80-120 kílómetra á dag, sem var hraði sem enginn hafði heyrt um á þessum tíma. Að byrja svona ungir að sitja á hesti og veiða með boga gerði Mongóla að afbragðs skyttum, einnig á hestbaki og á ferð. Meira að segja þegar þeir skutu aftur fyrir sig var hfni þeirra engu lík.
Algeng hertækni var að elta óvininn uppi, slá utan um þá hring og ríða í hringi og drepa allt inn í hringnum. Því ofan á allt þá voru Mongólar grimmir stríðsmenn sem hlífðu engum. Ef þeir urðu svo óheppnir að missa hestinn eða þurfa að fara af baki þá hafði glímu bakgrunnur þeirra svo mikla yfirburði yfir aðra að enginn stóðst þeim snúning.

Mongólar eru stoltir af arfleið sinni, og þó að þeir sé með vingjarnlegasta fólki sem hægt er að hitta í dag, stunda þeir enn og keppa í hestamennsku, bogfimi og glímu.Mongólskir glímumenn njóta enn mikillar virðingar, bæði vegna þeirra eigin glímustíls og vegna þess að þeir hafa einstaka hæfni til að tilenka sér annarra glímustíl og þannig verið mjög sigursælir í svo sem Júdó, Sumo og fleiri íþróttum.
Við fáum tækifæri til að hitta þessa bardagamenn, bæði bogaskyttur og glímumenn, þeir sýna okkur hversu megnugir þeir eru með því að etja kappi hver við annan, á meðan við myndum þá. Allir sem treysta sér til fá einnig tækifæri til að fara "í hringinn" með þeim og spreyta sig í Mongólskri glímu.

Gist er á hóteli í Ulaanbaatar.

DAGAR 7-9 ARNARVEIÐIMENN

Að nota erni til veiða er ævaforn iðja og er talið að Genghis Khan sjálfur hafi stundað það. Kasakar tóku þessa aðferð upp eftir Tyrkjum og Mongólum og hafa stundað veiðarnar frá 15 öld. Veiðarnar eru aðallega stundaðar til að ná í feld. Í flestum tilfellum er bráðin: refir, hérar, villikettir og úlfar. Einungis kvenfuglar eru notaðir til veiða, þær eru almennt stærri og grimmari. Fuglarnir eru teknar úr hreiðrinu nokkurra mánaða gamlir til að hefja þjálfun. Örninn er hjá eiganda sínum þar til hann er 4-10 ára gamall, þá er fuglinum sleppt til að búa frjáls. Reynt er að sleppa honum langt frá heimili til að hámarka líkurnar á að hann snúi ekki aftur, en oftar en ekki slæpast þeir í kringum fyrr eigendur eftir að þeim er sleppt. Það er ekki vegna þess að þeir séu ósjálfbjarga, heldur myndast sterk tengls milli manns og fugls og er talið að fuglinn líti á fólkið sem flokkinn sinn.
Einu sinni á ári gefst almenningi og ferðamönnum tækifæri til að sjá þetta undur, þetta einstaka samband milli manns og fugls. Það er þó erfitt að taka myndir á slíkum viðburðum vegna fjölda fólks og lítillar nálægðar við veiðimenn og fugl. Þess vegna fáum við okkar eigin arnar-veiði hátið. Þátttakendur eru um 15-20 veiðimenn, allir á hesti með örn. Þeir sýna okkur listir og stilla upp fyrir tökur að okkar skapi og hjálpa okkur við að ná sem bestum myndum. Við munum eiga mikil samskipti við menn, fugla og hesta og nálægðin við viðfangsefnið er eins mikil og þú vilt. Allt þetta framkvæmum við með stórbrotið landslag í bakgrunni.
Veiðimennirnir stilla sér upp á marga ólíka vegu: með fuglana með útbreidda vængi, þeysandi upp ána svo vatnið skvettist upp og við spegilslétt vatn. Þetta eru augnablik sem hjartað tekur aukakipp, þetta er magnað að sjá og upplifa. Eftir sólarupprás komum við til baka í Ger búðirnar skín sólin inn um hurðina á tjöldunum og í einu tjaldinu sem er stórt og fallega skreytt myrkrum við allt, nema sólina sem sýni inn um hurðina... þetta gefur dramatískt og frábært andrúmsloft í portrait tökur... og fyrir þá sem hafa áhuga á sjálfsmynd er í boði að klæðast úlfaskinnsfrakka, halda á 7 kílóa erni á hendinni. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast svölustu portrait mynd sem hefur verið tekin af þér!

2 dagar af heimsklassa ljósmyndun, kynnast Kasanskri fjölskyldu, venjum þeirra, mat og siðum... og ef þú ert heppin þá taka þau upp hljóðfæri og syngja dramatíska söngva um glæsta fortíð og bjarta framtíð. Lífið þarna er einfalt og erfitt, en gott.

Gist er í ger búðum Kasaka, búðirnar eru einfaldar en snyrtilegar. Búðirnar eru upphitaðar með eldstæði eða kamínu, rúm, snyrtilegt salernis tjald. Hér er rafmagn hins vegar takmarkað (limited hours of electricity).

DAGUR 10: OLGII - ULAANBAATAR

Eftir morgunmat er flogið tilbaka til Ulaanbaatar, flugtími er um 3 klst.

Gist er á hóteli í miðbænum og hópnum gefið færi á að slappa aðeins af, njóta nútímaþæginda að eigin vali t.d. fara í nudd, borða góðan mat og skoða borgina.

Um kvöldið hittumst við í kvöldverð á nærliggjandi veitingastað.
Gist á hóteli í Ulaanbaatar

DAGUR 11 - BROTTFÖR

Á brottfarardag munu bílstjórar keyra þátttakendur á flugvöllinn í samræmi við ferðaplan hvers og eins. Við yfirgefum Mongólíu með frábærar minningar og heimsklassa myndir í farteskinu.

Included/Excluded

  • Öll gisting, dvalið er bæði á hótelum eða Ger tjöldum, eftir staðsetningu
  • Fullt fæði (morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
  • Allur ferðamáti innanlands: Loftkældir bílar milli áfangastaða, innanlandsflug
  • Íslensku- og enskumælandi leiðsögn allan tímann
  • Fyrirsætulaun þar sem það á við
  • Allur aðgangseyrir á svæði, garða skv. leiðarlýsingu
  • Vatnsflöskur í rútu
  • Millilandaflug til/frá Mongólíu (aðstoð veitt við bókun/val á flugi)
  • Lækniskostnaður / bólusetningar
  • Auka gistinætur fyrir/eftir ferð
  • Aðrar máltíðir en nefndar
  • Þjórfé fyrir hótelstarfsfólk, bílstjóra eða leiðsögumenn
  • Vegabréfsáritun til Mongólíu
  • Ferðatryggingar eða önnur þjónusta
  • Annað sem ekki er nefnt í ferðalýsingu eða dálknum "innifalið"

Tour's Location

Algengar spurningar

Hversu löng er ferðin?
11 dagar, 10 nætur með komu- og brottfarardegi.
Er mælt með að mæta fyrr?
Svarið er einstaklingsbundið - ef þú finnur fyrir flugþreytu eftir lengri flug þá mælum við með því. Algengt er að fólk mæti amk sólarhring áður en ferð hefst til að jafna sig á flugþreytu. Vegna þess hversu fá flug eru í viku til Mongólíu gætir þú þurft að koma 1-2 dögum fyrr til að vera örugglega komin/n þegar ferðin hefst.
Hvar er best að panta flug?
Við mælum með að nota bókunarsíður sem ábyrgjast að tengingar náist og endurbóka að kostnaðarlausu ef tafir eða aflýsingar verða á leiðinni. Við mælum með að kaupa tryggingu fyrir vandræði er geta komið upp varðandi tengiflug, ef þú missir af flugi vegna seinkunar eða annað slíkt.
Þarf vegabréfsáritun til Mongólíu?
Já, þú færð sér póst með tengli inn á umsókn fyrir vegabréfsáritun eftir að bókun er lokið.
Þetta er hins vega mjög einfalt og þægilegt kerfi, gert á netinu og tekur yfirleitt ekki nema nokkra klukkutíma að fá svar. Þó auglýstur afgreiðslutími sé allt að 2 sólarhringar.
Er ferðin eingöngu fyrir ljósmyndara?
Nei, ferðin hentar öllum sem áhuga hafa á framandi áfangastöðum. Áhersla er á að allir komi heim með farteskið fullt af myndum og góðum minningum, hvort sem myndirnar eru teknar á síma eða myndavél. Upplifunin er einstök fyrir hvern þann sem skráir sig, óháð ljósmyndaþætti eða kunnáttu, allir munu upplifa einstakan og ótrúlegan tíma í Mongólíu.

Ljósmyndahæfni/skilyrði: Engar forkröfur
Created with Sketch.
frá Kr. 976,000

Þú gætir einnig haft áhuga á

Vertu áskrifandi

áhugavert efni og tilboð

Póstlisti

*Við munum aldrei senda þér spam