Ljósmyndaferðir En route eru fyrir alla. Alla þá sem hafa áhuga á því að upplifa nýja áfangastaði og langar að koma heim með frábærar myndir. Við sem störfum hjá En route höfum ástríðu fyrir ljósmyndun sem og útivist og ferðalögum. Við höfum sameinað ástríður okkar og útkoman er frábærar ferðir til áhugaverðra staða með megin markmið að fanga andrúmsloftið og upplifunina á mynd.
En stundum þarf maður að velja sér ferðafélaga eða leiðsögumann og við höfum tekið saman 5 frábærar ástæður fyrir að ferðast með En route ljósmyndaferðum:
Reynsla okkar er víðtæk
Leiðsögumenn okkar og ljósmyndarar hafa margra ára reynsla í skipulagningu ljósmyndaferða um allan heim. En route var stofnað 2012 og reynsla starfsmanna okkar nær enn lengra. Allir okkar leiðsögumenn eru ljósmyndarar á heimsmælikvarða með áralanga reynslu í faginu og ferðum af þessu tagi. Við gerum meira en að fara með fólk á milli staða, við göngum úr skugga um að fólk nái frábærum ljósmyndum í ferðum okkar og bæti við sig þekkingu á sviði ljósmyndunar. Í ferð með En route er tryggt að þú náir bestu myndum sem mögulegt er að ná hverju sinni, það gerum við með því að aðstoða þig á vettvangi: kenna þér að mynda við ólík ljósskilyrði, leiðbeina um notkun myndavélarinnar, notkun stillinga og best stillingar hverju sinni og útskýrum hvers vegna. Við sýnum myndvinnslu og kennum þér að ná tökum á helstu atriðum myndvinnslu, byggt á þekkingu hvers og eins.
Ástríða okkar fyrir ljósmyndun og ferðalögum drífur okkur áfram. Við vinnum í löndum og landssvæðum þar sem myndefni drýpur af hverju strái en ferðalag á eigin vegum er oft illgerlegt. Tengingar innlendra ljósmyndara sem við höfum valið til samstarfs eru einstakar og gefa okkur tækifæri til náinna kynna sem öðrum ferðamönnum býðst ekki.
Við höfum notið trausts hundruða áhuga- og atvinnuljósmyndara og þjónustum einnig við fjölda erlendra ferðaskrifstofa með komu hópa til Íslands. Endurkomu hlutfall okkar er stórt enda hugsum við vel um okkar fólk. Ekki taka orð okkar trúanleg, sjáðu frekar umsagnir viðskiptavina okkar hér á síðunni, á Facebook síðu okkar og á Tripaadvisor.
Fjöldi einstakra áfangastaða
Viðkomustaðir okkar eru margir, fjölbreyttir og ólíkir. Við bjóðum einnig reglulega upp á nýja viðkomustaði og ferðir okkar innihalda oft staði sem aðrir bjóða ekki uppá, það getum við gert vegna þess að við notum bestu innlendu leiðsögumenn í bransanum.
Við bjóðum alltaf upp á mikil gæði s.s. í gistingu, fararskjótum osvfr. Þegar val stendur milli staðsetningar og gistikostar veljum við staðsetningu til að minnka ferðatímann. Gæðin eru þó alltaf þau mestu sem völ er á hverju sinni á hverjum stað. Ferðirnar hafa hlotið einróma lof fyrir gott skipulag, enda hefur mikið verið lagt í skipulagninguna og öruggi ferðamanna alltaf haft í fyrirrúmi.
Við notum alltaf innlendan leiðsögumann og túlka, við erum með ítarlegt ferðaplan og varaplan er til staðar, við leikum ekki af fingri fram þar sem tími okkar og ykkar á hverjum stað er dýrmætur.
Við tryggjum þér bestu upplifunina og bestu myndirnar
Við ferðumst almennt með litla hópa til að tryggja létt andrúmsloft og ákveðinn sveigjanleika sem stærri hópar hafa ekki.
Okkar leiðsögumenn aðlaga sig og ferðahraðann að þinni hæfni sem ljósmyndara. Þess vegna getum við lofað að allir ljósmyndarar, nýgræðingar sem atvinnumenn hafa gaman af og græða á ferðum okkar. Við viljum koma ljósmyndahæfni viðskiptavina okkar upp á næsta plan og að hver ferð skili fólki stóru safni birtingarhæfra mynda. Í hverri ferð er farið í gegnum grunnatriði líkt og myndbyggingu, stillingar, tökur í náttúrulegu ljósi, hvernig er best að nálgast viðfangsefni og að mynda í erfiðum aðstæðum og eftirvinnsla auk margra annarra þátta sem upp koma. Allt þetta í samræmi við þekkingu hvers og eins í hópnum.
Við förum á alla helstu og þekktustu staði á hverju landsvæði, öll þekktu “location-in” auk þess að fara með þig af slóð hins almenna ferðamanns. Allt til að þú komir heim með breytt úrval mynda og bestu mögulegu myndirnar.
Sanngjarnt verð & mikil gæði
Við veljum bestu mögulegu samstarfsaðila í hverju landi og bestu mögulegu næturstaði. Ferðaplön okkar eru þétt til að koma sem mestu að á sem skemmstum tíma, en þess að það komi niður á gæðunum.
Ferðir okkar eru skipuagðar af okkur í samræmi við innlendu sérfræðingana, milliliðalaust, til að lágmarka kostnað.
Þannig getum við boðið góð verð án þess að það bitni á gæðum og tenglsanetið sem okkar ljósmyndarar eru búnir að koma sér upp með áralangri reynslu er það sem við færum þér.
Ábyrg ferðamennska og sjálfbær
Við erum skuldbundin til að stuðla að betri heimi, við erum ábyrgt og sjálfbært ferðaþjónustufyrirtæki, viðurkennd ferðaskrifstofa með tilheyrandi réttindi og trygginar. Við höfum skuldbindingar gagnvart þeim löndum sem við heimsækjum, bæði gagnvart landinu, fólkinu og jörðinni. Okkur ber að virða umhverfið og ólík samfélög sem búa þar.
Við stundum pappírslaus viðskipti og við endurvinnum eins og kostur er og við hvetjum okakr ferðalanga til takmarkaðrar notkunar á plasti. Við skiljum ekki eftir okkur rusl eða annan búnað, stígum varlega til jarðar á viðkvæmum landsvæðum og ferðumst ekki utan vegaslóða. Við greiðum sanngjörn laun fyrir vinnu og viðvik heimamanna, öflum þeirra leyfa sem þarf og greiðum tilheyrandi aðgangseyri þar sem það á við.
Kurteisi kostar ekkert, við myndum fólk og fjölskyldur með fyrirfram fengnum leyfum forsjáraðila og samþykki einstaklinga. Við umgöngumst fólk með ólíka menningarsögu af virðingu og göngum um hús þeirra og vinnusvæði af nærgætni.
Þessar 5 ástæður fyrir að ferðast með En route ljósmyndaferðum eru bara brot af því sem nefna má þegar kemur að kostum okkar. En route ljósmyndaferðir, skilja þig eftir með einstakar minningar. Minningar sem endast þér ævina út.
Heimurinn er stór og tíminn er lítill, svo ferðastu og njóttu núna!
Comment (0)