Árlega er haldið í landslagsljósmyndaferð til Bólivíu með En Route Ljósmyndaferðum. Ferðin er ætíð snemma árs eða strax að loknu regntímabilinu, í janúar-mars. Ferðin heitir á ensku “Bolivia Altiplano and Salt Flats Photo Workshop” vegna þess að ferðast er upp á hálendi landsins (altiplano) og á heimsfrægar saltflatir landsins sem kallaðar hafa verið stærsti spegilflötur heims.
Bólivía er land andstæða: gríðarstórir fjallgarðar og að því er virðist endalausar sléttur, eyðimerkur, gróðursælar vinjar og kraftmikil háhitasvæði á hálendinu, steikjandi sól og síðan næturfrost strax við sólsetur enda er ferðast um hálendi (altiplano) landsins og verðum við mest í 2.000 m hæð og förum upp í 4.000 m þegar hæst er. Bólivía býður upp á einstaka ferð, upplifun sem skilur okkur eftir með gnótt minninga ævina út.
Lengd ferðar: 13 dagar / 12 nætur
Upphaf ferðar: La Paz, alþjóðaflugvöllurinn El Alto, LPB
Lok ferðar: Sucre, alþjóðaflugvöllurinn Alcantarí, SRE
Auk þess fylgir hópnum reyndur innlendur leiðsögumaður/bílstjóri og túlkur
Fullt fæði
Tungumál: íslenska, enska og spænska.
Erfiðleikastig: Meðal : Engar lengri göngur/fjallgöngur en ferðast er um háfjallasvæði (allt að 4.000 m hæð)
Ljósmyndahæfni/skilyrði: Engar forkröfur
Skemmtilegt myndband úr síðustu ferð okkar til Bólivíu er hér fyrir ofan.
Comment (0)