frá Kr. 0
Bóka núna

Myanmar, tímaferðalag á fornar slóðir

Not Rated
Created with Sketch.

Lengd ferðar

12 dagar, 11 nætur

Created with Sketch.

Tegund ferðar

Alferð

Created with Sketch.

Stærð hóps

10 manns

Created with Sketch.

Tungumál

enska, íslenska

Yfirlit

Næsta Myanmar ferð: Vegna pólitískts ástands í Myanmar liggja þessar ferðir niðri, en við munum taka upp þráðinn um leið og það verður óhætt að ferðast þangað aftur.

Valkvæð viðbót við ferðina

  • Lengd ferðar: 12 dagar / 11 nætur
  • Upphaf ferðar / lok ferðar:  Yangon
  • Ljósmyndarar og leiðsögumenn: Oli H og Moe
  • Auk þess fylgir hópnum reyndur innlendur leiðsögumaður og túlkur
  • Erfiðleikastig: Auðvelt. Engar lengri göngur/fjallgöngur
  • Ljósmyndun: ferðaljósmyndun
  • Ljósmyndaþekking: Engar forkröfur, hentar öllum byrjendum sem lengra komnum
  • Fjöldi: 8 ljósmyndarar, lítill hópur
  • Skráning & nánari upplýsingar: enroute@enroute.is

Upplýsingar um verð og skilmála

Verð: ISK  497.000 á mann, miðað við 2gja manna herbergi
Viðbótargjald fyrir sérherbergi ISK 68.500

Staðfestingargjald við bókun ISK 200.000

Viðbótarnætur í Yangon fyrir/eftir ferð verð frá 12.500 kr

Innifalið í ferð er EKKI millilandaflug til/frá Myanmar
Skilmálar En Route Ljósmyndaferða má finna hér.

Ferðaljósmyndaferð til Myanmar með En Route Ljósmyndaferðum

Myanmar sem áður var þekkt sem Burma er töfrandi land með ríkar hefðir, stóískri ró og ótrúlega aðlaðandi þjóð af meira en 100 þjóðarbrotum. Ættbálkar eru hvarvetna og bera þeir ýmis kennileiti sem hver ætt hefur valið sér. Sumir skreyta sig með sérstökum klæðnaði og litum, aðrir með gullhringjum um háls, úlnliði eða ökkla, meðan aðrir bera mörg húðflúr og enn aðrir húðflúra andlit sín. Vitað er að yngri kynslóðir eru síður að taka upp kennileiti eldri kynslóða og því ljóst að ættbálkar þessir muni hverfa innan einhverra ára.

Þúsundir heilagra hofa skreyta leyndardómsþrungið landslag vatnsfalla, skóglendis og ekra. Myanmar er sannkölluð fjársjóðskista fyrir ástríðufulla ferðaljósmyndara sem dreymir um að sýna forna sögu renna saman við náttúruundur og fegurð landsins. Við sjáum einnig vel varðveitta menningu og hefðir einnar vinalegustu þjóðar heims. Þjóðar sem mætir okkur í hvívetna með fallegu brosi, opnum örmum og heimboði. Gestrisnin er engu lík, vinarþelið ósvikið og eftirsókn eftir veraldlegum auð engin. Hvert sem þú ferð ertu einlæglega boðin/n velkomin/n af vinarhönd og áhugaverðum samræðum, með boði um mat og drykk.

Þess ber að geta að við ferðumst á friðsömum svæðum og langt frá átakasvæðum.

Tækifæri til að upplifa ósmitað þróunarsvæði

Nú er tækifæri til að ná þessu vel varðveitta leyndarmáli sem fyrir aðeins örfáum árum var algjörlega frosið í tíma og ósnert frá vestrænni menningu.
Vel varðveittar hefðir bæði meðal ættbálka og íbúa sveitaþorpanna sem og annar menningararfur líkt og einstakir þjóðbúningar hefur verið haldið hér í heiðri. Nú með tilkomu opnunar landsins má sjá aðra menningu blandast hægt við, menningu sem við þekkjum betur, unga kynslóðin fer af stað og menntar sig og gamli tíminn aðlagast nýja tímanum einkum í stærri borgum. Meðan utan alfaraleiðar er haldið fast í gamlar hefðir.

Við bjóðum upp á tækifæri sem mun hafa áhrif á þig til eilífðar. Tækifæri til að sjá, upplifa og fanga þennan menningarheim sem er svo ólíkur okkar en færist þó óðum nær. Tækifærið er núna áður en menningarlandslagið breytist að eilífu.

 

Lífsreynsla til að deila

Ljósmyndaferð til Myanmar er áhrifamikil, hún er ekki bara tímaferðalg heldur setur þátttakendur í samhengi við raunverulega lífshamingju og lífsbaráttu sem snýst um heilsu og hamingju umfram annað. Gefur frí frá lífsgæðakapphlaupi og veraldarhyggju og setur í samhengi hverjar raunverulegar grunnþarfir mannsins eru.

Upplifunin er einstök og hvetjum við ljósmyndara til að njóta upplifunarinnar með maka, vin systkini eða öðrum nákomnum. Ferðin er ljósmyndaferð en umfram allt upplifun fyrir hvern þann sem skráir sig, óháð ljósmyndaþættinum, allir munu upplifa einstakan og ótrúlegan tíma í Myanmar, í tímaferðalgi meðal þjóðar sem tekur okkur opnum örmum með innilegri hlýju. Við munum deila óvenjulegri reynslu af menningarlegum verðmætum, fornum hefðum, hefðbundnum matarhefðum og tælandi náttúru.

Mynamar er ein þeirra ferða sem skilur okkur eftir með upplifun og gnótt minninga ævina út.

Framlenging í 4 daga um þjóðgarða og fleiri forna ættbálka er  í boði (valkvæð framlenging)  sjá nánar hér

Teymi leiðsögumanna og ljósmyndara

Leiðsögumenn hópsins eru ljósmyndararnir Óli H., sem er kraftmikill og drífandi atvinnuljósmyndari sem hefur sérhæft sig í ferða- og landslagsljósmyndun auk brúðar- og auglýsingaljósmyndunar.

Moe er þekktur ljósmyndari í Myanmar sem sérhæfir sig í ferðaljósmyndun og skipulagningu ljósmyndaferða um landið.  Moe hefur fangað myndir af hefðbundnu lífi heimamanna í tuga ára og hlotið viðurkenningu á heimsvísu fyrir ríflega 200 myndir.


Óli H., er fararstjóri ferðarinnar.
Óli rekur En route ehf. ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ljósmyndaferðum fyrir reynda sem óreynda ljósmyndara. Óli er kerfisfræðingur, vefhönnuður og ljósmyndari að mennt. Óli hefur frá unga aldri heillast af ljósmyndun en hann ólst upp á vinnustofum þekktra ljósmyndara í Reykjavík þar sem móðir hans starfaði sem aðstoðarmaður ljósmyndara. Óli lagði þó listina á hilluna til að sækja nám í tölvufræðum. Í hartnær 20 ár starfaði hann á sviði auglýsinga- og markaðssetningar og kenndi samhliða því tölvufræði s.s. kerfisfræði og myndvinnslu. Myndavélin var þó aldrei langt undan og á endanum ákvað hann að söðla um og skráði sig í Tækniskólann til að ljúka námi sem ljósmyndari. Óli tók í kjölfarið nemastöðu hjá Jóni Páli ljósmyndara. Óli er frábær kennari, vel að sér í málefnum líðandi stundar og mikill áhugamaður um tækninýjungar í ljósmyndabransanum. Hann elskar að ferðast, uppgötva nýja staði og fara ótroðnar slóðir. Óli er þekktur fyrir einstakan húmor, létta nærveru og opinskáa tilsögn. Hann er óþreytandi í að leita að nýjum sjónarhornum og nýjum sögum, sögum sem hann endursegir listilega með myndformi sínu. Óli heldur útvefsíðu með verkum sínum OliH Photography einnig er hann með YouTube rás þar sem hann fjallar um ferðalög sín, birtir kennslumyndbönd og lýsir daglegum áskorunum ljósmyndarans.


Moe er fæddur og uppalinn í Yangon. Fyrri hluta ævi sinnar varði hann miðsvæðis í Myanmar þar sem hann uppgötvaði fyrst þörf sína fyrir að ferðast og upplifa heiminn er hann ráfaði einn inn á lestarstöð og upp í lest á leið til Mandalay. Fyrir tilstilli ótrúlegrar lukku bjargaði ókunnugur maður honum þar sem hann stóð 5 ára strandaglópur á aðallestarstöðinni í Mandalay og kom honum aftur heim. Afi hans vann hjá lestafyrirtækinu Burma Railways og því naut Moe fjölda ferða með honum um allt land. Hann heillaðist af ljósmyndun og er hann kynntist bandarískum fréttaljósmyndara árið 2007 var ekki aftur snúið. Hann varð síðan frumkvöðull á sviði ferðamennsku er hann hóf að skipuleggja ljósmyndaferðir um landið. Moe fór í háskóla og lærði ferðamálafræði og er viðurkenndur leiðsögumaður með yfirburða þekkingu á sagnfræði, stjórnmálum, fornleifafræði, hefðum og menningu í Myanmar.

Með þessa tvo samstilltu og frábæru leiðsögumenn munt þú njóta einstakrar upplifunar, bæta þekkingu þína á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu um leið og þú bætir dýrmætum ljósmyndum í myndasafn þitt.

Hvers vegna ferðast með En Route Ljósmyndaferðum?

  • Með hópnum eru 2 frábærir ljósmyndarar, þar af annar heimamaður.
  • Framúrskarandi umsagnir og hæstu meðmæli frá fyrri ferðum
  • Einstakur túlkur og leiðsögumaður fylgir hópnum
  • Afburða þekking á staðháttum, hvenær er best að mynda hvern stað og góð tengingu við heimamenn.
  • Snyrtileg og góð hótel, í nálægð við helstu áfangastaði til að lágmarka keyrslu
  • Mikil og persónuleg aðstoð á tökustað, eins og hentar hverjum, t.d. við stillingar og myndbyggingu
  • Fyrirlestrar og kennsla í eftirvinnslu
  • Þægileg loftkæld farartæki
  • Iceland En Route er viðurkennd ferðaskrifstofa á vegum Ferðamálastofu
Sjá meira

HÁPUNKTAR

  • Árleg ferð, næsta ferð: 2.-13. desember, 2021
  • Viltu framlengja ævintýrinu: 13.-16. desember, 2021
  • Ljósmyndarar og leiðsögumenn: Oli H og Moe
  • Lengd: 12 dagar (11 nætur) / framlenging 4 dagar (3 nætur)
  • Stærð hóps: 4-8 ljósmyndarar.
  • Erfiðleikastig: Auðvelt. Engar lengri göngur/fjallgöngur.
  • Ferðin hentar fyrir alla, óháð þekkingu og reynslu í ljósmyndun
  • - einnig hentug ferð til að taka með ferðafélaga/maka/vin

Dagskrá

Dagur 1: Komudagur > YANGON

Hápunktar dagsins: Shwedagon Pagoda Búddista svæði, miðbærinn og ljósin í Yangon

Við tökum á móti þér á flugvellinum og hefjum þannig för okkar í Myanmar ljósmyndaferðina. Þar sem ferðalagið hefur verið langt og strangt tékkum við beint inn á hótel og gefum þér færi á að hvílast stuttlega. Síðdegis höldum við í miðbæ Yangon, grípum nokkur myndatækifæri við klausturskóla, í “Kínahverfi” Yangon og við lestarstöðina. Borgin hefur einnig fallegan og einkennandi byggingarstíl sem gefa myndum okkar dýpt og sterkt einkenni. Við sólsetur förum við að hinni helgu og 2.500 ára gömlu búddista pagóðu Shwedagon Pagoda (hinni gullnu pagóðu). Þaðan munum við einnig njóta ljósadýrðar sem einkennir borgina.

Dagur 2: LOIKAW

Hápunktar: Ættbálkarnir Kayah & Kayan

Í dag hefjum við daginn snemma og tökum innanlandsflug til Loikaw, höfuðborgar Kayah ríkisins, við árbakka Pilu árinnar. Við skráum okkur inn á hótel og undirbúum daginn sem er þéttbókaður af tökum. Við fáum sérstakt leyfi til að heimsækja tvo ólíka fjallaættbállka: Kayah fólkið frá Hta Nee Lah Lay þorpinu og Kayan ættbálkinn frá Panpet þorpinu sem er einnig þekkt sem Padaung lang-hálsar því mikið af konum þar ganga, frá unga aldri, með fjölmarga gullhringi um hálsinn sem virðast lengja háls þeirra. Í þessu fallega héraði heimsækjum við einnig þorp með ríka hefð á nýtingu silkis og sérstæðum vefnaðaraðferðum.

Dagur 3: LOIKAW > HOYA HÉRAÐ > LOIKAW

Hápunktar: Kayaw ættbálkurinn og Taungkwe Zedi
Í dag njótum við sólarupprásar í dalnum Lwan Zedi áður en við snúum til baka á hótelið til morgunverðar.
Við ferðumst til þorpsins Htekho, sem er einn afskekktasti skiki Loikaw, hér förum við til móts við Kayaw ættbálkinn. Bálkurinn er enn nær ósmitaður af nútíma lifnaðarháttum þar sem ferðamenn koma afar sjaldan á þennan afskekkta stað. Konurnar skarta fallegu skarti bæði stórum eyrnarlokkum sem og hálshringjunum og ökklahringjum. Í lok dags heimsækjum við pagóðu (hof) Taung Kwe Zedi, sem er á fjallinu Mingalar Thiri, þetta er eitt virtasta hof í ríkinu Kayah.

Dagur 4: LOIKAW > HPE KHONE > INLE LAKE

Hápunktar: Markaðsdagurinn, hið þekkta Lake Inle, rústirnar í Sagar

Að morgunverð loknum förum við í bæinn Hpe Khone á vesturbakka Moe Bye stíflunnar. Líkt og á öðrum markaðsdögum eltumst við mannlífið, litadýrðina og leyfum stemmingunni að grípa okkur með í ævintýri. Síðan höldum við í bátsferð til Lake Inle og á leiðinni kynnumst við lífstíl innfæddra hérðasbúa að nafni Pa’O og Inn Thar fólkið. Við myndum einnig hinar merku rústir í Sagar og hið gleymda Shan konungsríki. Möguleikarnir og myndatækifærin eru endalaus svo vertu viðbúinn að hrífast með. Hér á vel við að lifa og njóta og veiða á mynd það sem fyrir augu okkar ber.
Við gistum á “fljótandi” hóteli við Lake Inle.

Dagur 5: INLE LAKE

Hápunktar: Lake Inle, Padaung vefstofur, rústir við In Dein

Við hefjum daginn með snemmbúnum morgunverð og bátsferð til Taung Tho þorpsins til að upplifa heillandi og iðandi útidyra 5-daga markað. Í eftirmiðdaginn kynnumst við sögu hinna fallegu In Dein rústa.
Dagurinn gefur okkur einstakt yfirlit yfir þorp við vatnið, fljótandi markaði og aðra atvinnustarfsemi tengda vatninu. Við njótum þess að kynnast innlendum veiðimönnum, sérstæðri tækni þeirra til að vinna með net á vatninu. Við fáum að mynda þá við iðju sína. Hér njótum við einnig sólarlags.
Við gistum aftur á “fljótandi” hóteli við Lake Inle.

Dagur 6: INLE LAKE > MANDALAY

Hápunktar: Lake Inle, Ywama þorpið – markaðsdagur

Snemmbúinn morgunverður og svo skoðum við 5 daga markaðinn við Paungdaw Oo pagóðuna. Tökum morguninn rólega þar og tékkum síðan útaf hótelinu, tökum bát til bæjarins Nyaungshwe við norðurenda vatnsins. Á leið okkar þangað gerum við hlé á ferðinni til að mynda klaustrið Shwe Yan Pyay. Þaðan förum við á Heho flugvöllinn og tökum stutt flug til Mandalay borgar þar sem við eyðum nóttinni.

Dagur 7: MANDALAY> SAGAING HILLS

Hápunktar: Mandalay höfuðborg Myanmar, U Bein brúin, Sagaing hæðirnar, hof og klaustur, eyjan Inwa Island

Sólarupprás er fyrsta verkefni dagsins sem við njótum við hina fögru U Bein brú. Brúin er 1.2km löng, byggð um 1850 og talin vera elsta og lengsta viðarbrú í heimi. Eftir morgunverð förum við um borgina Amarapura, fyrrum höfuðborgina. Við skjótum hinn þekkta og virta pílagrímsstað Mahamuni Buddhist Temple. Að því loknu keyrum við að hæðunum við Sagaing Hills á hinum enda árinnar Ayeyarwady. Áin er stærsta og lengsta á landsins. Héðan er útsýnið einstakt og myndatækifærin óendanleg. Áfram verður haldið til klausturskólans Baka þar sem þúsundir ungmunka stunda nám í trúarbragðafræðum. Við höldum að 14. aldar hofinu U Min Thonze, einnig þekkt sem Þrjátíu Hella hofið. Annað stopp á ferð okkar er við 7. aldar pagóðuna HSoon Oo Ponnyashin í Sagaing Hills hæðunum.
Eyjan Inwa er næst á ferðum okkar en til þess að komast þangað þurfum við að ferðast með ferju og gamaldags hesta kerrum. Við heimsækjum munkaklaustrið Bagaya monastery of Inwa Island, en innviðir þess eru ævafornir og súlurnar þar eru m.a. síðan 1834AD. Við skoðum hina mikilfenglegu pagóðu rústir í Inwa sem eru í raun upprunalega höfuðborg Búrma en hrundu í skelfilegum jarðskjálftum á 18. öld sem mörkuðu fall Amarapura sem höfuðborgar.
Daginn endum við á sama stað og hann hófst við U Bein brúna við sólseturs tökur.

Dagur 8 : MANDALAY > MINGUN VILLAGE > MANDALAY

Hápunktar: Mingun þorpið og ókláruðu hofin, Golden Palace klaustrið, Mandalay hæð, The Royal Merit

Í dag rísum við aftur úr rekkju snemma til að ná skotum við Thayezay lestarstöðvarmarkaðinn. Eftir morgunverð ferðumst við vatnaleiðina til þorpsins Mingun sem stendur á árbakkanum. Helsta kennileitið þar eru pagóðurnar; Hsinphyumae pagoda, byggð í ótrúlegum arkitektúr með hvítum svölum built og svo hið ókláraða Mingun hof sem hefði verið hæsta stupa í heimi ef hún hefði verið kláruð. Byggð á tímum Bodawpaya konungs seint á 18. öld en látin standa ókláruð því heimamenn trúðu að á henni hvíldi bölvun og ef hún yrði kláruð myndi það þýða dauða konungsins. Konungurinn vildi fá stóra bjöllu á hofið, bjallan er þekkt sem Mingun bjallan og er hún stærsta bjalla í heimi.

Síðdegis færum við okkur að Shwenandaw klaustrinu eða “Gylltu höllinni” á Mandalay hæð. Höllin er byggð seint á 19. öld í hefðbundnum búrmískum arkitektúr með einstökum útskornum styttum, myndskreyttum veggjum og loft.

Dagur 9: BAGAN

Hápunktar: sólarupprás, Bagan og nærumhverfi

Í Bagan, förum við snemma á fætur til að ná sólarupprás á besta stað en svæðið er þekkt fyrir einstakar myndir snemma dags og því líklegt að fleiri ljósmyndarar vilji komast að. Eftir morgunverð skoðum við borgina og veljum myndefni af handahófi. Dagurinn felur í sér skemmtilega upplifun af markaði bæjarins, rústum hofa, klaustra og annarra áhugaverðra svæða. Í eftirmiðdaginn tökum við langþráða hvíld á hótelinu. Við höldum aftur af stað fyrir sólsetur og gistum svo í gamla hluta miðsvæðis í Myanmar.

Dagur 10: BAGAN

Hápunktar: Bagan borg – model tökur með ungmunkum

Sólarupprás við hina fornu borg Bagan er upphaf þessa dags. Borgin á einstaka sögu og hefur einstakt fornt yfirbragð. Í nágrenni borgarinnar eru fleiri þúsund stúpur, hof og pagóður.
Við eyðum deginum í borginni og myndum leyndar götur, markaði, klaustur og ólík ho fog fyrrum hof reiti. Einnig fáum við tækifæri til að mynda ungmunka meðan þeir nema fræðin.
Í lok dags myndum við sólsetrið og nokkrar skemmtilegar geitahjarðir.
Við gistum aðra nótt í Bagan.

Dagur 11: BAGAN > SALAY > CHAUK

Hápunktar: nærumhverfi Bagan, Salay & Chauk

Í dag njótum við þess að skoða fornan arkitektúr í og við Bagan. Við höldum áfram að mynda ólík hof, þorp og uppstilltar tökur með fyrirsætum (fyrirsætulaun ekki innifalin). Við heimsækjum hina fornu borg Salay og markaðsbæinn Chauk.
Við gistum enn aðra nótt á hótelinu í Bagan.

Dagur 12: BAGAN > HEIMFERÐARDAGUR

Hápunktar: BAGAN > YANGON > brottfarar dagur

Við morgunverð kveðjumst við og kveðjum Bagan, ferðinni lýkur formlega hér og fljúga þátttakendur til Yangon, áætluð koma er um hádegisbilið.

(Valkvæð 4 daga viðbót við ferðina hefst hins vegar að loknum morgunverð í BAGAN.)

Fyrir þá sem ekki fljúga heim strax frá Yangon mælum við með að heimsækja miðbæinn til að versla minjagripi á stærsta markaði borgarinnar “the Scott Market” eða eins og heimamenn kalla hann Bogyoke Aung San Market. Þar getur þú fundið yfir 200 verslanir og breitt úrval af innlendum minjagripum og handverki. Markaðurinn er tilvalinn til að upplifa gestrisni og hlýju innlendra og formlega kveðja þessa fallegu þjóð.

Included/Excluded

  • Öll gisting og morgunverður
  • Ferðamáti innanlands: Loftkæld rúta milli áfangastaða
  • -Einka bátar til Mingun og á Inle Lake
  • -Ferjuferðir og hestakerruferð í Inwa
  • -Innanlandsflug
  • Íslensku- og enskumælandi leiðsögn allan tímann
  • Fyrirsætulaun þar sem það á við
  • Allur aðgangseyrir að söfnum undanteknum
  • Skattar
  • Alþjóðlegt flug til/frá Myanmar (aðstoð veitt við bókun/val á flugi)
  • Aðrar máltíðir
  • Lækniskostnaður eða kostnaður vegna bólusetninga
  • Þjórfé fyrir hótelstarfsfólk, bílstjóra eða leiðsögumenn
  • Vegabréfsáritun í Myanmar
  • Ferðatryggingar
  • Annað sem ekki er nefnt hér að ofan sem innifalið

Tour's Location

Algengar spurningar

Hversu löng er ferðin?
12 dagar, 11 nætur komu/brottfaradagur meðtalinn.
Er mælt með að mæta vel áður en ferð hefst?
Svarið er einistaklingsbundið - ef þú finnur fyrir flugþreytu eftir lengri flug þá mælum við með því. Algengt er að fólk mæti amk sólarhring áður en ferð hefst, til að jafna sig á flugþreytu og byrja að venjast hita og rakamun.
Hver er best að bóka flug?
Við mælum með að nota bókunarsíður sem ábyrgjast að tengingar náist og endurbóka að kostnaðarlausu ef tafir eða aflýsingar verða á leiðinni.
Er hægt að framlengja ferðina?
Já það er 4 daga framlenging í boði til að hitta fleiri ættbálka á afskekktum svæðum innan þjóðgarðs: sjá hér https://ljosmyndaferdir.is/?p=29176
Einnig er í boði að bóka viðbótarnætur í Yangon og ferðast á eigin vegum.
Þarf vegabréfsáritun til Myanmar?
Já, þú færð sér póst með tengli inn á umsókn fyrir vegabréfsáritun eftir að bókun er lokið.
Er ferðin eingöngu fyrir ljósmyndara?
Nei, ferðin hentar öllum sem áhuga hafa á framandi áfangastöðum. Áhersla er á að allir komi heim með farteskið fullt af myndum og góðum minningum, hvort sem myndirnar eru teknar á síma eða myndavél. Upplifunin er einstök fyrir hvern þann sem skráir sig, óháð ljósmyndaþætti eða kunnáttu, allir munu upplifa einstakan og ótrúlegan tíma í Myanmar.
Þarf ég bólusetningu?
Svarið er einstaklingsbundið. Við mælum með að fólk sé með allar bólusetningar uppfærðar. Embætti Landlæknis sér um bólusetningar ferðamanna, sjá hlekk: https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/bolusetningar/bolusetningar-ferdamanna/

Bólusetningarskírteini þarf að framvísa við komuna til landsins. Þjóðgarðsverðir geta einnig beðið um að fá að sjá bólusetningarskírteini. Þetta er gert til að vernda frumbyggjana sem við munum heimsækja.
Created with Sketch.
frá Kr. 0

Þú gætir einnig haft áhuga á

Vertu áskrifandi

áhugavert efni og tilboð

Póstlisti

*Við munum aldrei senda þér spam