frá Kr. 1,062,000
Bóka núna

VÍETNAM – 17 daga ljósmyndaferð

Not Rated
Created with Sketch.

Lengd ferðar

17 dagar, 16 nætur

Created with Sketch.

Tegund ferðar

Alferð

Created with Sketch.

Stærð hóps

10 manns

Created with Sketch.

Tungumál

enska, íslenska

Yfirlit

Ferðin er 30. ágúst – 15. september 2023
Upplýsingar um verð og skilmála

Verð: ISK 1.062.000 á mann, miðað við 2gja manna herbergi
Viðbótargjald fyrir sérherbergi ISK 143.000

Staðfestingargjald við bókun ISK 200.000

Breyting á gengi gæti breytt verðinu, en með staðfestingargreiðslu er auglýst verð tryggt.

Innifalið í ferð er EKKI millilandaflug til/frá Vietnam
Skilmálar En Route Ljósmyndaferða má finna hér.

Við kynnum með stolti VIETNAM 2023.


Ferða- og landslagsljósmyndaferð til Vietnam með En Route Ljósmyndaferðum
Þessi 17 daga ferð er sú viðamesta ljósmyndaferð sem í boði er og spannar allt frá nyrsta hluta Vietnam, alveg við landamæri Kína til syðsta hluta landsins. Til að komast á milli notum við, þægilegar smárútur, ferjur, báta og í 3 lengstu leggjunum ferðumst við með flugi. Ferðina leiða tveir heimsklassa ljósmyndarar sem tryggja að þú náir verðlaunamyndum sama hvert getustig þitt er í ljósmyndun, fara með þig á staði og setja upp tökur sem gæti reynst þér mjög erfitt ef þú ætlaðir að gera þetta á eigin spýtur. Einnig er “venjulegur” leiðsögumaður og túlkur sem passar upp á að ferðins verði skemmtileg og þægileg. Við gistum á góðum fjögurra stjörnu hótelum, en sumstaðar er ekki um neitt fínerí að ræða, og gistum við þá á bestu hótelum sem eru í boði. Við borðum “local” mat, en Víetnömsk matargerð er rómuð, og ef þú ert fyrir að prófa að borða “skrítinn” mat.. Þá er Víetnam ákkúrat staðurinn fyrir þig.

Þetta verður ferð lífs þíns!

Víetnam er staðsett í Suðaustur-Asíu og sönn fjársjóðskista, bæði landfræðilega fjölbreytt en um leið menningarlega flókið land. Íbúafjöldi er 97 milljónir og þekkt fyrir gestrisni enda heimamenn með eindæmum friðsælt og gott fólk, bæði í iðandi borgum og rólegum þorpum innfæddra ættbálka. Við ferðumst með vatnaleiðum um landið og upplifum heillandi líf landsmanna frá fyrstu hendi. Landið jafnt sem íbúarnir eru heillandi. Hér er myndefni við hvert fótmál og því auðvelt að fara heim með mörg meistaraverk í farteskinu vegna samsetningar lita og ljóss í töfrandi aðstæðum. Stórkostleg náttúrufegurð, einstök matreiðsla og litríkir markaðir taka fólki opnum örmum.

Lífsreynsla sem vert er að deila

Ljósmyndaferðin til Víetnam er vafalaust ein af okkar uppáhalds og áhrifamestu ferðum. Upplifunin er einstök og hvetjum við ljósmyndara til að njóta upplifunarinnar með maka, vin systkini eða öðrum nákomnum. Ferðin er upplifun fyrir hvern þann sem skráir sig, óháð ljósmyndaþættinum, allir munu upplifa einstakan og ótrúlegan tíma í Víetnam. Við munum deila óvenjulegri reynslu af menningarlegum verðmætum, fornum hefðum, hefðbundnum matarhefðum og tælandi náttúru, uppllifun sem skilur okkur eftir með gnótt minninga ævina út.

Teymi leiðsögumanna og ljósmyndara

Leiðsögumenn hópsins eru þrír. Ljósmyndarar eru tveir: Óli H., sem er kraftmikill og drífandi atvinnuljósmyndari sem hefur sérhæft sig í ferða- og landslagsljósmyndun auk brúðar- og auglýsingaljósmyndunar. Nguyen Vu Phuoc er þekktur ljósmyndari í Vietnam með miklar tengingar við heimafólk sem gefur hópnum færi á að fara inn á vinnusvæði og heimili fólks og kynnast raunverulegum lífsháttum fólks í landinu og skrásetja á myndform. Nguyen starfar bæði sem leiðsögumaður og ljósmyndari og er ástríðufullur þegar kemur að þjóðararfleifð sinni og hinnu sönnu birtingarmynd Vietnam. Þá fylgir þeim einnig frábær innlendur leiðsögumaður og túlkur.

Óli H., er fararstjóri ferðarinnar.
Óli rekur En route ehf. ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ljósmyndaferðum fyrir ljósmyndara, bæði áhugaljósmyndara og atvinnumenn. Óli er kerfisfræðingur, vefhönnuður og ljósmyndari að mennt. Óli hefur frá unga aldri heillast af ljósmyndun en hann ólst upp á vinnustofum þekktra ljósmyndara í Reykjavík þar sem móðir hans starfaði sem aðstoðarmaður ljósmyndara. Óli lagði þó listina á hilluna til að sækja nám í tölvufræðum. Í hartnær 20 ár starfaði hann á sviði auglýsinga- og markaðssetningar og kenndi samhliða því tölvufræði s.s. kerfisfræði og myndvinnslu. Myndavélin var þó aldrei langt undan og á endanum ákvað hann að söðla um og skráði sig í Tækniskólann til að ljúka námi sem ljósmyndari. Óli tók í kjölfarið nemastöðu hjá Jóni Páli ljósmyndara. Óli er frábær kennari, vel að sér í málefnum líðandi stundar og mikill áhugamaður um tækninýjungar í ljósmyndabransanum. Hann elskar að ferðast, uppgötva nýja staði og fara ótroðnar slóðir. Óli er þekktur fyrir einstakan húmor, létta nærveru og opinskáa tilsögn. Hann er óþreytandi í að leita að nýjum sjónarhornum og nýjum sögum, sögum sem hann endursegir listilega með myndformi sínu. Óli heldur úti vefsíðu með verkum sínum OliH Photography einnig er hann með YouTube rás þar sem hann fjallar um ferðalög sín, birtir kennslumyndbönd og lýsir daglegum áskorunum ljósmyndarans.

 


Nguyen Vu Phuoc er einn besti alhliða ljósmyndari í Vietnam. Hann hefur einstakt auga fyrir ferðaljósmyndun og sér myndatækifæri á hverju götuhorni. Hann hefur jafnframt náð einstakri hæfni í notkun dróna. Hann hefur frábæra frásagnargáfur og notar myndformið til að segja samtímasögur jafnt sem skrásetningarform en hann er þekktur fyrir að taka fyrir óhefðbundin og umdeild myndefni s.s. hin sorglegu áhrif af Agent Orange og fórnarlömd sýruárása. Hvarvetna er Nguyen þekktur fyrir léttan húmor og þægilega nærveru og áhugaverðar og jafnframt persónulegar myndir. Hann hefur einstakt auga og fljótur að sjá áhugaverð sjónarhorn og þar sem hann er léttur á fæti hikar hann ekki við að klifra, príla eða jafnvel hanga á hvolfi til að ná sjónarhorninu sem hann vil ná. Nguyen gerir hvað sem til þarf : “Því það er bara hluti af því að vera ljósmyndari” segir hann. Nguyen hlaut mikið lof fyrir bók sína: Labor of Love – A Mother’s Journey, þar sem andargift hans var eiginkona hans og ófædd dóttir. Auk þess hefur hann fengið yfir 300 viðurkenningar í bæði Vietnam og víðar um heim m.a. hin virtu Federation International de L’ Art Photographique (FIAP) commendation of excellence in the photographic arts. Nguyen er m.a. meðlimur í Vietnam Association of Photographic Artists, Photographic Society of America, Turkey Photographic Sille Sannat Sarayi og Ho Chi Minh City Photographic Association.Með þessa tvo samstilltu og frábæru ljósmyndaleiðsögumenn munt þú njóta einstakrar upplifunar, bæta þekkingu þína á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu um leið og þú bætir dýrmætum ljósmyndum í myndasafn þitt.

Hvers vegna ferðast með En Route Ljósmyndaferðum?

  • Með hópnum eru 2 frábærir ljósmyndarar, þar af annar heimamaður, báðir reyndir leiðsögumenn og leiðbeinendur
  • Framúrskarandi umsagnir og bestu meðmæli frá fyrri ferðum
  • Einstakur túlkur og leiðsögumaður fylgir hópnum
  • Afburða þekking á staðháttum, hvenær er best að mynda hvern stað og góð tengingu við heimamenn
  • Snyrtileg og góð hótel, í nálægð við helstu áfangastaði til að lágmarka keyrslu
  • Mikil og persónuleg aðstoð á tökustað, eins og hentar hverjum, t.d. við stillingar og myndbyggingu
  • Fyrirlestrar og kennsla í eftirvinnslu
  • Þægileg loftkæld farartæki
  • Iceland En Route er viðurkennd ferðaskrifstofa á vegum Ferðamálastofu
Sjá meira

HÁPUNKTAR

  • Árleg ferð, næsta ferð: 30. ágúst – 15. september 2023
  • Ljósmyndarar og leiðsögumenn: Oli H ásamt Nguyen Vu Phuoc
  • Ásamt innlendum leiðsögumanni og túlk
  • Lengd: 17 dagar (16 nætur)
  • Stærð hóps: 4-10 ljósmyndarar.
  • Erfiðleikastig: Auðvelt. Engar lengri göngur/fjallgöngur.
  • Ferðin hentar fyrir alla, óháð þekkingu og reynslu í ljósmyndun
  • - einnig hentug ferð til að taka með ferðafélaga/maka/vin

Dagskrá

Dagur 1: KOMUDAGUR, HANOI
Dagur 1:    KOMUDAGUR, HANOI

Hápunktar: HANOI, borgarlífið

Við komuna á flugvöllinn í Ha Noi bíður þín bílstjóri til að aka þér á hótelið.
Eftir að hafa skráð okkur inn á hótelið í Ha Noi hittumst við í anddyrinu og förum í miðbæinn þar sem hjarta borgarinnar slær. Við notum tímann til að njóta og sjá og mynda það sem fyrir augu okkar ber. Eftir það njótum við glæsilegrar upphafs kvöldverðarmáltíðar þar sem við fáum kynningu á komandi ævintýrum ferðar okkar.

Hanoi er núverandi höfuðborg Víetnam, fjölmennasta borg landsins með 8 milljón íbúa. Um þröngar göturnar ferðast fólk á vespum, almenningsvögnum og fótgangandi. Hanoi er rík af menningararfleifð en jafnframt smituð af áhrifum frá Suður Asíu, Frakklandi og Kína. Í borginni er fjöldi pagóða, hofa, markaða og vatna. Gamla hverfið er staðsett við Hoam Kien vatnið og telst hverfið hjarta borgarinnar með iðandi mannlífi, kaffihúsum, knæpum og smáverslunum með minjagripi, silkivörur og annan textíl. Snemma morguns koma heimamenn að Hoam Kien vatninu við gamla hverfið og stunda Tai Chi æfingar við sólarupprás.

Við gistum í Hanoi fyrstu nóttina okkar í þessari ævintaýraferð.

Dagur 2: HANOI > QUANG PHU CAU > NINH BINH
Dagur 2: HANOI > QUANG PHU CAU > NINH BINH

Hápunktar: Quang Phu Cau, Þorp reykelsana > Ninh Binh
Ferðumst með: smárútu

Við byrjum daginn á götuljósmyndun í HaNoi, tékkum okkur út af hótelinu og höldum til
Við borðum hádegisverð að hætti innfæddra á leið okkar til Ninh Binh, sem verður næturstaður okkar við Rauðu Ána Delta (Red River Delta) sem er ein af fjölmennustu svæðum norður Vietnam. Ninh Binh héraðið er afar fallegt og ósnert náttúran í bland við hrísgrjónaakra og ræktarlönd heimamanna spilar ótrúlegt vel saman. Inn á milli leynast svo forvitnilegir leyndardómsfullir staðir svo sem faldir hellar, pagóður, hof og musteri. Þess má geta að Hollywood kvikmyndin King Kong var tekin upp á þessu svæði.

DAGUR 3: NINH BINH > SA PA
DAGUR 3: NINH BINH > SA PA

Hápunktar: Ninh Binh, Sa Pa
Ferðumst með: smárútu

Heilum degi er eytt í Ninh Binh, byrjum snemma um morguninn á sólarupprás við kalksteins hæðirnar, förum um Trang An Complex svæðið sem listað er á heimsminjaskrá UNESCO. Hér er einnig að finna elsta þjóðgarð í Vietnam, Cuc Phung National Park. Við munum róa í gegnum Tam Coc eða “græna vatnið” í Trang An Complex, og sjáum hellamyndanir og fleira áhugavert. Við göngum meðfram vegg áleiðis að “dansandi hellinum” Van Long Mua Cave, sem er einn áhugaverðasti staðurinn á þessu svæði með hreint ótrúlegu útsýni. Um kvöldið endum við á hóteli í Sa Pa.

Dagar 4-5: SA PA > BAC HA > HANOI
Dagar 4-5: SA PA > BAC HA > HANOI

Hápunktar: Sa Pa – Bac Ha – ættbálkarnir Flower Hmong & Red Dao – Ha Noi
Ferðumst með: smárútu

Að loknum morgunverð og útskráningu af hótelinu leggjum við af stað í fagurgrænan dal á leið okkar til Sa Pa. Hrísgrjónaakrar hvert sem augað eygir og barmafullir grænmetisakrar umluktir þokuslæðu sem minna helst á draumsýn. Við tökum smá hvíld við landamæri Vietnam og Kína í borg sem ber heitið Lao Cai og njótum þar hádegisverðar. Þessi smáa borg iðar af lífi og viðskiptum. Að lokum komum við í Sa Pa þorpið sem trónir efst yfir dalnum. Yfirsýnin yfir dalinn og akrana, sem ná eins langt og augað eygir, er einstök.
Við eyðum eftirmiðdeginum í að mynda og njóta í Sa Pa, fáum kvöldverð og hvílumst.

Næsta dag byrjum við daginn rólega, njótum morgunverðar og skráum okkur útaf hótelinu síðan höldum svo af stað út í þorpið og á hrísgrjónaakrana. Deginum er alfarið eytt í og við þorpið með hádegisverðarhléi og yndislegum kvöldverð einkennandi fyrir héraðið. Hér eru tækifærin til að ná einstökum myndum á hverju strái og stóísk ró heimamanna hjálpar okkur að hlaða batteríin eftir átök undangenginna daga. Sa Pa er frekar ungt þorp, upphaflega byggt af Frökkum en í dag er það eins konar miðstöð fyrir ferðaiðnaðinn í héraðinu, áningarstaður fyrir göngufólk sem sækir í Sa Pa dalinn. Ættbálkar búa í héraðinu allt í kring og hefðir þeirra eru enn virtar og ómengaðar af vestrænum áhrifum. Einkennandi fyrir ættbálkana er vinnuelja, hjartagæska og vinalegt viðmót og staðfesta til að uppskera í annars harðgeru og einangruðu landssvæði.

Eftir útskráningu af hótelinu höldum við tilbaka til Bac Ha og skoðum markaðinn þar. Bac Ha bærinn er höfuðborg Flower Hmong ættbálksins. Almennt er þetta lítið og afar rólegt þorp nema á sunnudögum þegar allt héraðið kemur saman til skemmtunar og mannamóta. Ættbálkurinn, sem á ættir sínar að rekja til Kína, er einn margra minnihlutahópa í Vietnam og lifir af landinu, viðheldur sterkum hefðum s.s. mállýskum og klæðaburði. Við munum jafnframt kynnast the Red Dao fólkinu þau eru jafnframt meðal 54 viðurkenndra ættbálka á svæðinu og talið að þau hafi komið til Vietnam á 18. öld.

Við fáum kvöldverð að hætti héraðsins og eyðum nóttinni í Bac Ha og daginn eftir heimsækjum við Bac Ha markaðinn. Á Bac Ha sunnudags morgunmarkaðnum ægir saman fólki úr öllu héraðinu og nærliggjandi þorpum. Fólk drífur að fótgangandi, á vespum, í vögnum dregnum af buffalóum eða hestum hvort sem er í viðskiptalegum tilgangi eða til mannamóta. Vel er tekið á móti gestum og utanaðkomandi fólki, tjáskiptin eru einföld ef ber á tungumálaörðugleikum, bros og handapat koma skilaboðum áleiðis.
Síðla dags höldum við til næturgistingar í Ha Noi.

DAGAR 6-7: HANOI > LONG COC > HANOI > HUE
DAGAR 6-7: HANOI > LONG COC > HANOI > HUE

Hápunktar: Long Coc platon Te hæðirnar
Ferðumst með: smárútu, fluvél

Nú er förinni heitið til Long Coc Platon “Tea Hills” þar sem meiningin er að ná að mynda bæði í sólsetri og við sólarupprás.
Long Coc Te-hæðirnar eru þær fegurstu í allri Vietnam. Hundruðir smárra hæða mynda stórkostlegt útsýni, sérstaklega við sólarupprás þegar þokumistur liggur á milli hæðanna.
Eftir myndatökur morgunsins tékkum við okkur út af hótelinu og fljúgum til einnar sögufrægustu borgar Vietnam, Hué.

Dagar 8-10: HUE > HOI AN > MINH HOA
Dagar 8-10: HUE > HOI AN > MINH HOA

Hápunktar: Hue, Hải Vân Pass fjallgarðurinn, The Royal Tombs of Hue, Hoi An – Lampar
Ferðumst með: smárútu, fluvél

Hue er fyrrum höfuðborg Vietnam og er þekktust fyrir hina földu borg, the Forbidden Purple City, sem var eingöngu ætluð keisaranum og útvöldum þegnum hans. Við munum einnig stoppa á leið okkar við fjallgarðinn Hải Vân Pass, 21 km langan fjallgarð með afar bröttum fjallstindum. Eftirmiðdeginum eyðum við í að mynda fyrirsætur við The Royal Tombs of Hue. Fyrirsæturnar klæðast “Aodai” (the ‘Aodai’ ladies) Aodai (Ao Dai) er nafnið á hefðbundnum silki fatnaði, kjólum, sem bæði konur og menn ganga í, þó í dag sé algengara að konur klæðist fatnaðinum. Kjólinn er mjög hefðbundinn og fallegur, eins konar þjóðartákn frekar en þjóðbúningur.
Kvöldverður og nótt varið í hinni dásamlegu Hue.

Dagur 11: NHA TRANG > SAI GON (Ho Chi Minh City)
Dagur 11: NHA TRANG > SAI GON (Ho Chi Minh City)

Hápunktar: Ninh Hoa bærinn, Khanh Hoa héraðið, Hon Khoi salt flatirnar
Ferðumst með: smárútu, fluvél

Hundruðir hektara í Ninh Hoa bænum, í Khanh Hoa héraði, þekja Hon Khoi stærstu saltflatirnar í Víetnam. Við munum heimsækja svæðið árla morguns og njóta sólarupprásar. Saltflatirnar við Khanh Hoa eru mjög myndavænar og með því að byrja daginn snemma munum við ekki eingöngu sjá endurspeglun sólarupprásar heldur einnig harðduglegt fólk við að verka og flytja saltið. Eftir veru okkar hér tökum við innanlandsflug til SaiGon (Ho Chi Minh City) þar sem við skráum okkur inn á hótel fyrir nóttina.

Dagur 12: SAI GON > CAN THO
Dagur 12: SAI GON > CAN THO

Hápunktar: Mekong Delta, Fljótandi borgin Can Tho á ánni Hau.
Ferðumst með: smárútu

Við skráum okkur út af hótelinu eftir morgunverð og höldum til miðborgarinnar þar sem við njótum hádegisverðar í Sai Gon (Ho Chi Minh City).
Í eftirmiðdaginn keyrum við til borgarinnar Can Tho, góða 130 km til suðurs með fjölda myndatækifæra á leiðinni. Borgin er þekkt fyrir árfarvegi og skurðakerfi (canal network) sem flytja mikla kyrrð yfir borgina að næturlagi, einkum yfir fljótandi markaðina og veitingastaðina. Bæði Saigon og Can Tho city eru staðsettar í hjarta Mekong Delta svæðisins (svokallað The Nine Dragon River Delta), yfirgripsmikið vatnasvæði sem minnir helst á völundarhús með fjölmörgum ám og eyjum í suður hluta Víetnam, sem tengjast með skurðum og skurðarkerfum en einnig hrísgrjónaökrum. Svæðið er þekktast fyrir fljótandi markaði og veitingastaði umvafða gróðri og iðandi mannlífi. Við skráum okkur inn á hótel í Can Tho til einnar nætur og snæðum síðan kvöldverð saman.

DAGUR 13: CAN THO > AN GIANG
DAGUR 13: CAN THO > AN GIANG

Hápunktar: Phong Dien fljótandi markaður, Thom Rom þorpið, An Giang héraðið
Ferðumst með: smárútu

Gerðu þig kláran fyrir frábæran dag! Við byrjum snemma, um 05.00 og heimsækjum besta fljótandi markaðinn í Mekong Delta. Fullur af lífi og fólki gefur Phong Dien markaðurinn okkur ótal mynda-tækifæri. Að auki tökum við með okkur módel klæddar AoDai sem færir okkur enn fleiri frábær mynda-tækifæri.
Eftir þetta fáum við okkur morgunmat og heimsækjum lítið fiskiþorp þar sem heimamenn ditta að veiðarfærum og bæta net.
Seinnipartinn tekur svo við að margra mati einn af hápunktum ferðarinnar. Förinni er heitið til Ro, heimsækjum khmera fólkið, upprunalega frá Kambódíu en býr nú í suðurhluta Vietnam.
Ein af fjölmörgum hefðum khmerana er að keppa í “kúa-rally”, og einu sinni á ári keppa þeir sín á milli, á hátið þar sem “kúa-rally” er einn af hápunktunum. Þá er hins vegar mikið af fólki og erfitt að ná góðum myndum, erum við þess vegna búin að setja upp okkar prívat kúa-rally þar sem við fáum tækifæri til að ná einstökum myndum af þessu stórskemmtilega viðburð.

DAGUR 14: AN GIANG > BAC LIEU
DAGUR 14: AN GIANG > BAC LIEU

Hápuntar: An Giang hérðaðið
Ferðumst með: smárútu

Myndum landslag við sólarupprás í An Giang, og heimsækjum pagóðu í Kambódískum stíl, þar sem við sjáum munka staðarins við störf. Við heimsækjum Banh Xeo pagóðuna þar sem sjálfboðaliðar gefa þeim sem minna mega sín hádegismat. Endum dagin á að ferðast til Bac Lieu og tékkum okkur inn á hótel.

DAGUR 15: BAC LIEU
DAGUR 15: BAC LIEU

Hápunktar: Bac Lieu ströndin, konur í netaviðgerðum
Ferðumst með: smárútu

Þessi dagur snýst um fisk, þar sem við verðu klár við sólarupprás á strönd Bac Lieu, þar sem veiðimenn athafna sig með stór V-laga net og koma á land með feng dagsins. Eftir hádegismat heimsækjum við netaviðgerðarverkstæði þarf sem við myndum konur sem gera við fiskinet. Mjög myndvænt þar sem þær sitja oft á stórum hrúgum af bláum netum.

DAGUR 16: BAC LIEU > SAIGON
DAGUR 16: BAC LIEU > SAIGON

Ferðumst með: smárútu
Eftir morgunmat tékkum við okkur út af hótelinu keyrum til Saigon, þar sem við borðum saman síðustu kvöldmáltíðina, förum yfir ferðina og tékkum okkur svo inn á hótel.

DAGUR 17: HEIMFARADAGUR
DAGUR 17: HEIMFARADAGUR

Morgunmatur á hótelinu er innifalinn, þið hafið hótelið til hádegis, nema þið gerið einhverjar aðrar ráðstafanir.
Þátttakendur verða sóttir á hótelið og keyrðir á flugvöllinn samkvæmt þeirra ferðaplani, Hver og einn með fullt af frábærum ljósmyndum og minningum í farteskinu sem bera ævintýri okkar um Vietnam vitni. Flugvallarskutl er innifalið að því fengnu að brottför sé frá sama hóteli ekki lengur en 2 dögum eftir ferðalok. Ef þið framlengið ferðinni og farið eitthvað annað á eigin vegum sjáið þið sjálf um að koma ykkur á flugvöll. Við getum verið ykkur innan handar við að framlengja hótelum bæði fyrir og eftir túr, en það verður að gerast áður en lokagreiðsla ferðarinnar fer fram.

Included/Excluded

  • Öll gisting
  • Fullt fæði (morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
  • Ferðamáti innanlands: Loftkæld rúta milli áfangastaða, einka bátar, ferjuferðir, innanlandsflug
  • Íslensku- og enskumælandi leiðsögn allan tímann
  • Fyrirsætulaun þar sem það á við
  • Allur aðgangseyrir í hof, garða skv. leiðarlýsingu
  • Vatnsflöskur í rútu
  • Millilandaflug til/frá Vietnam (aðstoð veitt við bókun/val á flugi)
  • Lækniskostnaður / bólusetningar
  • Auka gistinætur fyrir/eftir ferð skv. lýsingu
  • Aðrar máltíðir en nefndar
  • Þjórfé fyrir hótelstarfsfólk, bílstjóra eða leiðsögumenn
  • Vegabréfsáritun til Vietnam
  • Ferðatryggingar og önnur þjónusta sérstaklega nefnd
  • Annað sem ekki er nefnt sem innifalið

Tour's Location

Algengar spurningar

Hversu löng er ferðin?
17 dagar, 16 nætur með komu- og brottfarardegi.
Er mælt með að mæta áður?
Svarið er einistaklingsbundið - ef þú finnur fyrir flugþreytu eftir lengri flug þá mælum við með því. Algengt er að fólk mæti amk sólarhring áður en ferð hefst, til að jafna sig á flugþreytu og byrja að venjast hita og rakamun.
Hvar er best að panta flug?
Við mælum með að nota bókunarsíður sem ábyrgjast að tengingar náist og endurbóka að kostnaðarlausu ef tafir eða aflýsingar verða á leiðinni.
Þarf vegabréfsáritun til Víetnam?
Já, þú færð sér póst með tengli inn á umsókn fyrir vegabréfsáritun eftir að bókun er lokið.
Þetta er hins vega mjög einfalt og þægilegt kerfi, gert á netinu og tekur yfirleitt ekki nema nokkra klukkutíma, þó þeir gefi sér allt að 2 sólahringa til að afgreiða það.
Ef þú verður beðin um bréf frá ferðaskrifstofu (Invitation letter), þá einfaldar það ferlið enn frekar, þú getur fengið það hjá okkur.
Er ferðin eingöngu fyrir ljósmyndara?
Nei, ferðin hentar öllum sem áhuga hafa á framandi áfangastöðum. Áhersla er á að allir komi heim með farteskið fullt af myndum og góðum minningum, hvort sem myndirnar eru teknar á síma eða myndavél. Upplifunin er einstök fyrir hvern þann sem skráir sig, óháð ljósmyndaþætti eða kunnáttu, allir munu upplifa einstakan og ótrúlegan tíma í Víetnam.

Ljósmyndahæfni/skilyrði: Engar forkröfur
Þarf ég bólusetningu?
Svarið er einstaklingsbundið. Við mælum með að fólk sé með allar bólusetningar uppfærðar. Embætti Landlæknis sér um bólusetningar ferðamanna, sjá hlekk: https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/bolusetningar/bolusetningar-ferdamanna/
Created with Sketch.
frá Kr. 1,062,000

Þú gætir einnig haft áhuga á

Vertu áskrifandi

áhugavert efni og tilboð

Póstlisti

*Við munum aldrei senda þér spam