En Route ehf er ferðskrifstofa og ljósmyndaþjónusta, stofnað árið 2012 af Óla H ljósmyndara og sambýliskonu hans Kristínu.
Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á ljósmyndaþjónustu með ferðaþjónustu ívafi. Ætlunin var upphaflega að bjóða upp á einstakar Íslandsferðir fyrir ljósmyndara og hágæða Íslandsmyndir fyrir fyrirtæki og fjölmiðla. Fyrstu árin ferðuðumst við með erlenda ljósmyndara um Ísland með frábærum árangri. Fljótlega fóru hópar að leitast við að ferðast víðar með Óla og bættust smám saman við fleiri áfangastaðir.
Hingað til höfum við séð um sérhæfðar ljósmyndaferðir í Noregi, Kanada, Myanmar, Bólivíu og Vietnam auk Íslands að sjálfsögðu.
Leiðsögumenn okkar eru fyrst og fremst ljósmyndarar með víðtæka reynslu í faginu og mikla reynslu af ferðamennsku og leiðsögn og reyndir atvinnubílstjórar.
Á síðunni Ljósmyndaferðir er að finna ferðaúrval okkar hverju sinni. Væntanlegir áfangastaðir eru Skotland, Spánn, Ítalía, Grænland og Patagonia.
Stefna En route er að bjóða upp á vandaðar ljósmyndaferðir með bestu íslensku- og enskumælandi ljósmyndurum og leiðsögumönnum sem völ er á.
Allir okkar leiðsögumenn er ljósmyndarar á heimsmælikvarða með áralanga reynslu í faginu og ferðum af þessu tagi. Við gerum meira en að fara með fólk á milli staða, við göngum úr skugga um að fólk nái frábærum ljósmyndum í ferðum okkar og bæti við sig þekkingu á sviði ljósmyndunar. Í ferð með En route er tryggt að þú náir bestu myndum sem mögulegt er að ná hverju sinni, það gerum við með því að aðstoða þig á vettvangi: kenna þér að mynda við ólík ljósskilyrði, leiðbeina um notkun myndavélarinnar, notkun stillinga og best stillingar hverju sinni og útskýrum hvers vegna. Við sýnum myndvinnslu og kennum þér að ná tökum á helstu atriðum myndvinnslu, byggt á þekkingu hvers og eins.
Ástríða okkar fyrir ljósmyndun og ferðalögum drífur okkur áfram. Við vinnum í löndum og landssvæðum þar sem myndefni drýpur af hverju strái en ferðalag á eigin vegum er illgerlegt. Við veljum bestu mögulegu samstarfsaðila í hverju landi og bestu mögulegu næturstaði. Ferðaplön okkar eru þétt til að koma sem mestu að á sem skemmstum tíma, en þess að það komi niður á gæðunum.
Við viljum koma ljósmyndahæfni viðskiptavina okkar upp á næsta plan og að hver ferð skili fólki stóru safni birtingarhæfra mynda. Í hverri ferð er farið í gegnum grunnatriði líkt og myndbyggingu, stillingar, tökur í náttúrulegu ljósi, hvernig er best að nálgast viðfangsefni og að mynda í erfiðum aðstæðum og eftirvinnsla auk margra annarra þátta sem upp koma.
Óli H
Ljósmyndari / Eigandi
Kristín
Rekstrar- og fjármálastjóri, eigandi
Þrúður
Bókhald
Melissa
Ljósmyndari
Nguyễn Vũ Phước
Ljósmyndari
Moe
Ljósmyndari
Vincenzo
Ljósmyndari
áhugavert efni og tilboð