Að nota erni til veiða er ævaforn iðja og er talið að Genghis Khan sjálfur hafi stundað það. Kasakar tóku þessa aðferð upp eftir Tyrkjum og Mongólum og hafa stundað veiðarnar frá 15 öld. Veiðarnar eru aðallega stundaðar til að ná í feld. Í flestum tilfellum er bráðin: refir, hérar, villikettir og úlfar. Einungis kvenfuglar eru notaðir til veiða, þær eru almennt stærri og grimmari. Fuglarnir eru teknar úr hreiðrinu nokkurra mánaða gamlir til að hefja þjálfun. Örninn er hjá eiganda sínum þar til hann er 4-10 ára gamall, þá er fuglinum sleppt til að búa frjáls. Reynt er að sleppa honum langt frá heimili til að hámarka líkurnar á að hann snúi ekki aftur, en oftar en ekki slæpast þeir í kringum fyrr eigendur eftir að þeim er sleppt. Það er ekki vegna þess að þeir séu ósjálfbjarga, heldur myndast sterk tengls milli manns og fugls og er talið að fuglinn líti á fólkið sem flokkinn sinn.
Einu sinni á ári gefst almenningi og ferðamönnum tækifæri til að sjá þetta undur, þetta einstaka samband milli manns og fugls. Það er þó erfitt að taka myndir á slíkum viðburðum vegna fjölda fólks og lítillar nálægðar við veiðimenn og fugl. Þess vegna fáum við okkar eigin arnar-veiði hátið. Þátttakendur eru um 15-20 veiðimenn, allir á hesti með örn. Þeir sýna okkur listir og stilla upp fyrir tökur að okkar skapi og hjálpa okkur við að ná sem bestum myndum. Við munum eiga mikil samskipti við menn, fugla og hesta og nálægðin við viðfangsefnið er eins mikil og þú vilt. Allt þetta framkvæmum við með stórbrotið landslag í bakgrunni.
Veiðimennirnir stilla sér upp á marga ólíka vegu: með fuglana með útbreidda vængi, þeysandi upp ána svo vatnið skvettist upp og við spegilslétt vatn. Þetta eru augnablik sem hjartað tekur aukakipp, þetta er magnað að sjá og upplifa. Eftir sólarupprás komum við til baka í Ger búðirnar skín sólin inn um hurðina á tjöldunum og í einu tjaldinu sem er stórt og fallega skreytt myrkrum við allt, nema sólina sem sýni inn um hurðina... þetta gefur dramatískt og frábært andrúmsloft í portrait tökur... og fyrir þá sem hafa áhuga á sjálfsmynd er í boði að klæðast úlfaskinnsfrakka, halda á 7 kílóa erni á hendinni. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast svölustu portrait mynd sem hefur verið tekin af þér!
2 dagar af heimsklassa ljósmyndun, kynnast Kasanskri fjölskyldu, venjum þeirra, mat og siðum... og ef þú ert heppin þá taka þau upp hljóðfæri og syngja dramatíska söngva um glæsta fortíð og bjarta framtíð. Lífið þarna er einfalt og erfitt, en gott.
Gist er í ger búðum Kasaka, búðirnar eru einfaldar en snyrtilegar. Búðirnar eru upphitaðar með eldstæði eða kamínu, rúm, snyrtilegt salernis tjald. Hér er rafmagn hins vegar takmarkað (limited hours of electricity).